Forsíđa
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Grunnskólinn
Tónlistarskólinn
Leikskólinn Tjarnaskjól
Foreldrafélagiđ
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseđill
Skólaráđ
Grenndarvitund
Umhverfi og lýđheilsa
 
Greiđslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Tenglar
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi


 
16. febrúar 2017 13:12 (1 lesandi hefur sagt álit sitt.)

Vel heppnuđ ţorrablót

Ţorrinn er fjórđi mánuđur vetrar, veturinn er ţá hálfnađur. Hann hefst í ţrettándu viku vetrar međ bóndadegi. Ţorrablót er gömul íslensk veisla, sem á uppruna sinn eđa endurvakningu ađ rekja til 19. aldar. Ţorri er nefndur í heimildum frá miđöldum sem einhverskonar persóna eđa vetrar-vćttur.  Í bókinni Ţorrablót eftir Árna Björnsson er sagt ađ fólk hafi óttast Ţorra, ţađ var hrćtt viđ mikinn snjó, kulda og frost. Viđ Ţorrakomu var jafnvel sagt: Velkominn Ţorri, vertu ekki mjög grimmur. Ţađ var talin skylda bćnda ađ fagna ţorra, eđa bjóđa honum í garđ međ ţví ađ fara fyrstir allra manna á fćtur á bćnum ţann morgun er Ţorri gekk í garđ. Ţeir áttu ađ fara út á skyrtunni einni saman, vera bćđi berfćttir og berlćrađi en fara í ađra brókarskálmina. Hin átti ađ lafa eđa dragast á eftir og ţannig áttu bćndur ađ ganga til dyra, ljúka upp bćjarhurđinni, hoppa á öđrum fćti í kringum allan bćinn međ ađra brókarskálmina í eftirdragi. Međ ţessu móti áttu ţeir ađ bjóđa ţorra velkomin í garđ eđa til húsa. Ţessi dagur er enn kallađur bóndadagur. 

 

Hvađ sem ţessu líđur viđhöldum viđ ţessari gömlu hefđ í Stórutjarnaskóla ađ halda ţorrablót. Börnin fá ţá ađ kynnast ţessum mat sem verkađur var í súr eđa reyk mest megnis á öldum áđur og börnum 21. aldarinnar hugnast reyndar fćstum. Hangikjötiđ er ţó alltaf vinsćlt. Kćstur hákarlinn er dćmi út af fyrir sig en allir gátu ţó fundiđ eitthvađ viđ sitt hćfi ţví nóg var af harđfisk, brauđi og smjöri. Ţetta eru skemmtilegar samkomur. Yngri nemendur skólans, allt frá elsta árgangi leikskólans og upp í 5. bekk grunnskólans bjóđa foreldrum sínum á blótiđ um miđjan dag. Ţar er sungiđ, borđađ og síđast en ekki síst, brugiđ á leik. Allir nemendur koma fram í ćfđum leikhlutverkum og ţetta áriđ léku ţeir međ „al-besta bóti“, eins og önnur ár.  Um kvöldiđ var svo ţorrablót eldri nemenda og starfsfólks skólans.  Ţađ eru gjarnan sérlega skemmtilegar samkomur og var svo nú ekki síđur en oft áđur.  Myndir af ţorrablótunum 2017 má sjá hér.

 

Myndir: jr


Til bakaÁLIT LESENDA

góđ Blót (16. febrúar 2017, kl. 21:11)

Skemmtileg ţorrablót bćđi tvö. Frábćrir krakkar sem stóđu sig međ eindćmum vel. Kćrar ţakkir öll fyrir góđa skemmtun.

Heiđa

 


SKRIFAĐU ÁLIT ŢITT

Fyrirsögn

Álit

Hvađ er 2+3?

Undirskrift SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta


SMŢMFFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728123
45678910
Febrúar 2018

13. feb. 2018

Hlátur, grín og gaman


13. feb. 2018

Menningarstund


12. feb. 2018

Komumst áfram í Nótunni


6. feb. 2018

Dagskrá um leikskólastarfiđ


6. feb. 2018

Fyrirlestur um skjánotkun og áhrif netmiđla


5. feb. 2018

Menningarferđ hjá unglingunum


18. jan. 2018

Stórutjarnaskóli fćr góđa gjöf


16. jan. 2018

Prófađ í náttfötum