Forsíđa
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistarskólinn
Foreldrafélagiđ
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseđill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýđheilsa
 
Greiđslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyđublöđ


 
7. apríl 2017 11:54

Umhverfis- og lýđheilsuţing

Miđvikudaginn 5. apríl héldu starfsmenn og nemendur Stórutjarnaskóla sitt umhverfis- og lýđheilsuţing í 8. sinn í skólanum. Ađ ţessu sinni léku allir nemendur skólans stór hlutverk í dagskrá ţingsins međ glćrukynningum varđandi ţau úrbótamál sem unniđ hefur veriđ ađ í skólanum í vetur.

 

Einnig kom góđur gestur, Borghildur Sigurbergsdóttir nćringarráđgjafi viđ Sjúkrahúsiđ á Akureyri en hún var međ athyglisverđa umfjöllun sem átti erindi til allra um margt ţađ sem skiptir okkur máli varđandi nćringu og matarrćđi. Međal annars sagđi  Borghildur ađ til ţess ađ venjast mat sem ekki ţćtti góđur ţyrfti ekki nema átta skipti og ţá vćri ţađ sem ekki ţótti gott í fyrstu atrennu fariđ ađ bragđast mun betur. Einnig vakti athygli skilgreiningin á vandćtni, en hana mćtti greina í ţvo ţćtti, nýfćlni og fćđusérvisku. Fyrra atriđiđ er hrćđslan viđ hiđ óţekkt bragđ og sú seinni vćri ákvörđun hugans, burt séđ frá bragđlaukum. Gaman vćri ađ íhuga ţetta nánar.
 
Nemendur í 1. – 4. bekk gerđu grein fyrir nýju skólareglunum, hvernig ţćr voru mótađar, en svo ađ öllum geti liđiđ vel í samfélaginu innan skólans og fariđ eftir sömu reglum ţurfa allir ađ ţekkja ţćr og vera samţykkir. Byrjađ var međ ţjóđfundum í skólanum ţar sem nemendur fleygđu fram öllum hugmyndum sínum um ţađ sem skipti ţá máli, seinna voru ţessar hugmyndir flokkađar og ţrengdar ţar til allir voru komnir inn á og sáttir viđ tíu reglur. Nemendur gerđu grein fyrir ţeim í máli, myndum og leiknu efni, mjög líflegt og skemmtilegt.

 
Nćst sögđu nemendur í 5. – 7. bekk frá vistheimtarverkefni sem ţeir unnu ađ í haust og munu vinna ađ áfram í samstarfi viđ Landvernd og Landgrćđslu ríkisins. Stórutjarnaskóli var fyrsti skólinn á Norđurlandi sem tók ţátt og vegna stađhátta eini skólinn sem vinnur verkefniđ sem haustverkefni. Á Suđurlandi eru fleiri skólar í verkefninu en ţar er ţađ unniđ ađ vori. Verkefniđ gengur út á ađ gera tilraunir á ógrónum mel, reitađ var niđur tíu fm svćđi og sett mismunandi uppgrćđsluefni í reitina. Ţó voru einnig hafđir inn á milli reitir sem ekkert fengu. Ţetta var allt skráđ skipulega og nćsta haust verđur árangur mćldur.

 
8. – 10. bekkur sagđi frá matarsóunarverkefni en til ađ geta fylgst međ og veriđ međvituđ um ţađ hvernig viđ nýtum  matinn okkar hafa nemendur vigtađ ţađ sem hent hefur veriđ af diskum í tvígang, fjórar vikur í senn. Fyrst eftir áramót 2016 og aftur nú á sama tíma 2017. Talsvert meira magn fór í hćnsnadallinn í ár og auk ţess ađ gera grein fyrir ţessu lögđu nemendur fram tilgátur um orsök.

  
Síđasta kynningin var á höndum nemenda í umhverfis- og lýđheilsunefndinni sjálfri, ţeir nemendur voru sem sagt í tveim verkefnum á ţinginu. Ţeirra verkefni var ađ fjalla um plastiđ sem fokiđ hefur út í buskann á liđnum árum og ađ mestu leyti sest ađ í úthöfum jarđarinnar sem plastflákar eđa eyjur. Ekki gott mál og ţví leggja nemendur til ţá hugmynd ađ allir reyni ađ draga úr plastnotkun en nota í ţess í stađ fjölnota poka sem t.d. má gera úr bolum sem lokiđ hafa hlutverkum sínum hjá eigendum. Allir grunnskólanemendur og nemandi í elsta árgangi leikskólans hafa saumađ svona bolpoka og voru pokarnir fagurlega hengdir upp á vegg í salnum.

  
Auk glćrukynninga nemenda sá tónlistardeild skólans um tónlistaratriđi ađ venju međ hljóđfćraleik og söng.
Mćting foreldra og annarra sveitunga var međ besta móti sem var mjög ánćgjulegt og nemendur stóđu sig međ miklum sóma.
Ţá má geta ţess ađ fulltrúar Landans voru á stađnum og megum viđ eiga von á ađ fá ađ sjá sýnishorn nćsta sunnudagskvöld á RÚV. Myndir hér.

 

Myndir: jr


Til bakaSKRIFAĐU ÁLIT ŢITT

Fyrirsögn

Álit

Hvađ er 2+3?

Undirskrift SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta


SMŢMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272812
3456789
Febrúar 2019

22. feb. 2019

Ţorrablót og menningarstund


28. jan. 2019

Foreldradagur og afhending námsmats


17. jan. 2019

Heimasíđan uppfćrđ


9. jan. 2019

Skóli hafinn á nýju ári


20. des. 2018

Prúđbúin jólabros


17. des. 2018

Litlu-jól og jólafrí


17. des. 2018

Líf og fjör á ađventu


4. des. 2018

Danssýning og almenn gleđi