Forsíđa
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Grunnskólinn
Tónlistarskólinn
Leikskólinn Tjarnaskjól
Foreldrafélagiđ
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseđill
Skólaráđ
Grenndarvitund
Umhverfi og lýđheilsa
 
Greiđslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Tenglar
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi


 
12. september 2017 08:24

Ritföng í skólanum

Eins og flestum mun kunnugt hefur veriđ ákveđiđ ađ Ţingeyjarsveit greiđi ađ mestu fyrir ţau námsgögn, (ritföng, stílabćkur o.ţ.h.) sem grunnskólanemendur ţurfa á ađ halda í skólanum.  Eftir útbođ bárust umrćdd námsgögn skólanum s.l. fimmtudag og umsjónarkennarar settu ţau í umferđ á föstudag.  Námsgögnin eru í meginatriđum ţau sömu og hafa veriđ á svokölluđum innkaupalistum.  Hugsunin er sú ađ nemendur geti nú stundađ nám sitt í skólanum og haft ţar ađgang ađ öllu ţví sem til ţarf án ţess ađ foreldrar ţurfi ađ kosta miklu til.  Umrćdd gögn verđa ađ mestu í skólanum ţar sem nemendur hafa nú ađgang ađ reglustikum, gráđubogum, yddurum, litum o.fl. en auđvitađ geta ţeir fariđ heim međ ritföngin ef og ţegar til heimanáms kemur.

 

Foreldrar eru beđnir um ađ ađstođa börnin sín, sérstaklega ţau yngri viđ ađ halda utan um sitt dót.  Nauđsynlegt er fyrir ţau eftir sem áđur ađ hafa pennaveski og merkja annađ dót sem ţau kunna ađ hafa međ sér ađ heiman.  Ekki var keypt ótakmarkađ magn af blýöntum og strokleđrum ţannig ađ ef nemendi verđur gjarn á ađ týna dótinu sínu getur komiđ til ţess ađ heimilin verđi ađ útvega auka.
Ţetta eru ný vinnubrögđ og verđur tíminn ađ fá ađ leiđa í ljós hvernig ţetta ţróast. Nemendur spyrja mikiđ hvort ţeir ţurfi ađ skila námsgögnunum í vor. Viđ hvetjum ţá til ađ ganga sem allra best um skóladótiđ sitt, ţannig ađ ţegar ţeir koma aftur til starfa ađ hausti nýtist eflaust eitthvađ áfram en annađ ţarf vissulega ađ endurnýja. Kannski kemur á daginn ađ kaupa ţurfi meira af einhverju og minna af öđru. Mikilvćgt er ađ viđ sýnum ábyrgđ í ţessu sem öđru og séum umfram allt umhverfisvćn og hagsýn í kaupum á ritföngum og öđru ţví sem viđ ţurfum til skólastarfsins. 
Ţessi útbođsleiđ sveitarfélagsins  gerir okkur almennt kleift ađ kaupa betri námsgögn handa nemendum fyrir sama, eđa jafnvel lćgra verđ en áđur.  Ţannig gátum viđ t.d. keypt góđ bekkjarsett af trélitum og tússlitum og góđa rafmagnsyddara í hverja skólastofu til nota fyrir alla.  Ţá gátum viđ keypt stílabćkur fyrir örvhenta, svo fleira sé nefnt. 
Ţađ er von okkar ađ ţessi nýja ađferđ mćlist vel fyrir međal foreldra.  Auđvitađ mun taka einhverja mánuđi ađ innleiđa ţetta algerlega og reynslan verđur svo ađ leiđa í ljós hvernig til tekst.


Međ góđri kveđju,
 
Kennarar Stórutjarnaskóla

 


Til bakaSKRIFAĐU ÁLIT ŢITT

Fyrirsögn

Álit

Hvađ er 2+3?

Undirskrift SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta


SMŢMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
1234567
September 2017

20. sep. 2017

Norrćna skólahlaupiđ


12. sep. 2017

Ritföng í skólanum


11. sep. 2017

Allsherjar útiskóladagur ţriđjudaginn 5. september sl.


7. sep. 2017

Félagsmálaráđ 2017-2018


5. sep. 2017

Fyrsti skóladagurinn


1. sep. 2017

Frá sundlaug Stórutjarnaskóla


19. ágú. 2017

Skólasetning


9. ágú. 2017

Skólabyrjun