Forsíða
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Grunnskólinn
Tónlistarskólinn
Leikskólinn Tjarnaskjól
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Skólaráð
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Tenglar
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi


 
27. október 2017 12:12

Kvennafrídagurinn

Við getum breytt þessu!

Þann 24. október síðast liðinn var boðað til stundar í sal í tilefni af kvennafrídeginum og til að fræða nemendur og aðra gesti um kvennafrídaginn og stöðu mála. Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn 1975 þegar konur gengu út til að mótmæla kynbundnum launamun. Sigrún Jóns var með erindi um Rauðsokkahreyfinguna og talaði um baráttufundinn 1975 í Reykjavík sem hún var viðstödd.

 

Elsti hópur skólans, 9. – 10. bekkur, var með fyrirlestur og sögðu frá þeirra hugsunum og pælingum um jafnréttisbaráttuna og kvennafrídaginn. Það var áhugavert að heyra skoðun unga fólksins og það gefur ákveðna von fyrir framtíðina.

 

Hér er samantekt úr fyrirlestri nemandanna:
Um 25.000 konur söfnuðust saman á baráttufundi á Lækjatorgi árið 1975. Það hefur síðan verið gengið út árin 2005 kl. 14:08, 2010 kl. 14:25 og síðast árið 2016 kl. 14:38. Á þessum 11 árum höfum við grætt 30 mínútur eða tæplega 3 mínútur á ári. Þetta er að gerast, sem er gott, en það gerist of hægt, sem er slæmt. Jafnrétti er það ástand þar sem allir eru jafnir bæði karlar og konur. Með þessu áframhaldi verður jafnrétti ekki komið á Íslandi fyrr en árið 2068 en ekki fyrr en 2169 í öllum heiminum.
Af hverju tekur þetta svona langan tíma og af hverju þarf að berjast svona mikið fyrir réttlæti kvenna og jafnrétti kynjanna? Ætli það hafi eitthvað með launa mismun að gera að á steinöldum voru það alltaf karlar sem fóru að veiða og gera úti verkin, á meðan konur voru inni að hugsa um og ala upp börnin? Það gæti verið af því að konur og karlar eru með öðruvísi líkamsbyggingu. Að það voru karlar sem fóru að veiða og gera úti verkin, á meðan konur voru inni að hugsa um og ala upp börnin.
Þó að konur séu oftast meira menntaðar fá þær samt lægri laun. Af hverju er þetta svona? Vilja karlar að konur fái lægri laun eða velja þær kannski að fá lægri laun? Alveg örugglega ekki. En hvað getum við gert til að stoppa þetta? Við getum til dæmis haldið upp á kvennafrídaginn, frætt yngri krakka og gengið oftar út. Myndir hér.
 

Við getum breytt þessu!

 


Til baka



SKRIFAÐU ÁLIT ÞITT

Fyrirsögn

Álit

Hvað er 2+3?

Undirskrift 



SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta


SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293012345
6789101112
Apríl 2018

23. apr. 2018

Umhverfis- og lýðheilsuþingið afstaðið


29. mar. 2018

Árshátíðin afstaðin


22. mar. 2018

Æfingar ganga vel


18. mar. 2018

Útikennsludagur í Hlíðarfjalli


14. mar. 2018

SAM-skóladagur í Kiðagili


13. mar. 2018

Góður fyrirlestur um læsi


8. mar. 2018

Nótan 2018 í Hörpu


6. mar. 2018

Áhugaverður fyrirlestur