Elsti hópur skólans, 9. – 10. bekkur, var með fyrirlestur og sögðu frá þeirra hugsunum og pælingum um jafnréttisbaráttuna og kvennafrídaginn. Það var áhugavert að heyra skoðun unga fólksins og það gefur ákveðna von fyrir framtíðina.
Hér er samantekt úr fyrirlestri nemandanna: Um 25.000 konur söfnuðust saman á baráttufundi á Lækjatorgi árið 1975. Það hefur síðan verið gengið út árin 2005 kl. 14:08, 2010 kl. 14:25 og síðast árið 2016 kl. 14:38. Á þessum 11 árum höfum við grætt 30 mínútur eða tæplega 3 mínútur á ári. Þetta er að gerast, sem er gott, en það gerist of hægt, sem er slæmt. Jafnrétti er það ástand þar sem allir eru jafnir bæði karlar og konur. Með þessu áframhaldi verður jafnrétti ekki komið á Íslandi fyrr en árið 2068 en ekki fyrr en 2169 í öllum heiminum. Af hverju tekur þetta svona langan tíma og af hverju þarf að berjast svona mikið fyrir réttlæti kvenna og jafnrétti kynjanna? Ætli það hafi eitthvað með launa mismun að gera að á steinöldum voru það alltaf karlar sem fóru að veiða og gera úti verkin, á meðan konur voru inni að hugsa um og ala upp börnin? Það gæti verið af því að konur og karlar eru með öðruvísi líkamsbyggingu. Að það voru karlar sem fóru að veiða og gera úti verkin, á meðan konur voru inni að hugsa um og ala upp börnin. Þó að konur séu oftast meira menntaðar fá þær samt lægri laun. Af hverju er þetta svona? Vilja karlar að konur fái lægri laun eða velja þær kannski að fá lægri laun? Alveg örugglega ekki. En hvað getum við gert til að stoppa þetta? Við getum til dæmis haldið upp á kvennafrídaginn, frætt yngri krakka og gengið oftar út. Myndir hér.
Við getum breytt þessu!
|