6. nóvember 2020 10:25 (2 lesendur hafa sagt álit sitt.)
Áhugavert verkefni
Vistheimt
Föstudaginn 16. október síðastliðinn fórum við í 7. - 8. bekk í Vistheimtarverkefnið. Vistheimtaverkefnið er verkefni þar sem sett var mismunandi áburður í reiti til að sjá hvað virkar best við að græða upp landið. Við fórum til að mæla gróðurinn í þessum 40 reiti s.s fjórar blokkir og í hverri blokk eru 10 reitir. Eftir þetta verkefni og kaldan dag fengum við kakó hjá Guðbjörgu í eldhúsinu.
Á þriðjudeginum 20. október buðum við Tröllahóp og 1. - 3. bekk með okkur að Vistheimtarverkefninu og sýndum þeim það. Yngri nememendurnir voru mjög forvitin um verkefnið og við svöruðum spurningum.Yngri nemendur voru líka með poka af birkifræjum sem þau tíndu af birkitrjám í haust. Við sáðum svo birkifræjum í einn reit í hverri blokk svo verður spennandi að sjá hvort eða hvernig fræin munu vaxa á næstu árunum. Myndir hér.
Þetta er skemmtileg frétt og frábært verkefni hjá ykkur. Mjög spennandi að sjá hvað verður svo. Gangi ykkur vel
Sigrún
Vel gert hjá ykkur í 7.- 8. bekk :) (16. nóvember 2020, kl. 10:43)
Kæru nemendur í 7.-8. bekk. Ég er svo ánægð að heyra hversu vel þið sinnið verkefninu Vistheimt með skólum og sjá fínu myndirnar af ykkur. Það er einnig mjög gott að þið hafið sýnt Tröllahópnum tilraunina, bæði hafa þau greinilega haft gaman af því að sjá og svo lærið þið líka svo mikið á að segja frá því sem þið eruð að gera. Frábært með birkifræin, það verður mjög spennandi að sjá hvort þau spíri í vor. Ég hlakka til að koma í heimsókn til ykkar þegar það má. Kær kveðja Rannveig (verkefnissjóri Vistheimt með skólum hjá Landvernd)