Þriðjudaginn 22. mars fóru 9. og 10. bekkur í skólakynningar í Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri og einnig í heimsókn á heimavistina. Við fengum kynningar á öllum brautum skólanna og á félagslífinu. Á vistinni fengum við að skoða herbergi hjá íbúum vistarinnar, matsalinn, þvottahúsið og setustofuna. Þetta var gaman og fróðlegt, og það verður gaman að sjá hvað tekur við í framtíðinni.
Við ákváðum að nýta ferðina í bæinn og fengum okkur gott að borða í hádeginu og í kvöldamatnum. Fengum okkur ís, fórum í pílu, fórum á Amtsbókasafnið að spila og enduðum daginn á því að fara í bíó. Þetta var æðislega gaman og vonandi fáum við að gera svona aftur. Myndir hér.