Í mars fórum við líka í heimsókn í Reykjahlíðarskóla ásamt Þingeyjarskóla. Þar var mikil dagskrá langt fram eftir degi, fórum í allskyns leiki, bökuðum pizzu og fórum í jarðböðin og enduðum svo á balli um kvöldið.
Eftir páskafrí erum við svo búin að fara í heimsókn í Þelamerkurskóla ásamt hinum SAM-skólunum þar sem við tókum þátt í íþróttadegi með mikill keppni. Við fórum líka í heimsókn í Þingeyjarskóla ásamt Reykjahlíðarskóla þar sem var mikil gleði og gaman, m.a. keppni í kókosbolluáti og allskonar leikir. Um kvöldið enduðum við svo á að fara í félagsmiðstöðina þeirra þar sem m.a. var farið í pup quiz.
Það er líka búið að vera mikið um að vera í náminu og hæst bera að nefna að við gáfum út skólablað. Það fór mikil vinna í það, þar sem við vildum hafa það veglegt í tilefni af 50 ára afmæli skólans, og skólablaðsins. Blaðið má nálgast rafrænt hér: Tjarnapóstur 2022 (yumpu.com).
Síðasta fimmtudagskvöld var síðasta féló vetrarins og venju samkvæmt þá skipulagði 9. bekkur kvöldið fyrir 10. bekk og kvaddi þau með virktum. 9. bekkur gaf verðandi útskriftarnemendunum allskonar góðgæti að borða eins og brokkolímauk, sardínur og ætiþistla. Eftir matinn fóru svo allir í fatasund og skemmtu sér þar.
Í dag erum við svo að leggja á stað í langþráð útskriftarferðalag og er stefnan sett að venju á Færeyjar þar sem við munum skoða landið og lenda vonandi í einhverjum ævintýrum. Myndir hér.
|