Við dreifðum 600 kílóum af áburði og um 80 kílóum af fræi. Dreift var úr sáningarpokum sem amma systranna hafði saumað sérstaklega fyrir dreifinguna. Eins og flestir vita er í langflestum tilfellum notast við traktora og áburðardreifara við dreifingu en þar sem fjallið fyrir ofan Björg er mjög bratt og engum tækjum komandi við dreifinguna varð að handdreifa öllu. Áburðurinn hafði verið fluttur upp með þyrlu en allt fræið hafði verið borið upp af heimafólki. Fjallið var mjög bratt og við fórum sikk sakk stíg upp á stall. Það var dálítið blautt úti og við urðum bæði blaut í fæturna og vel sást á fötunum okkar eftir ferðina.
Með því að dreifa fræjum og áburði erum við að hjálpa náttúrunni að gróa upp og verða aftur græn og falleg. Þegar við tókum pásu í sáningunni fengum við samlokur með osti og skinku, safa og rosalega góðar kleinur. Eftir að við vorum búin að dreifa öllum áburðinum og fræinu var okkur boðið í mat á Björgum. Allir unnu saman og stóðu sig frábærlega. Myndir hér.
Margar hendur vinna létt verk!
Myndir: GT |