Miðvikudaginn 8. febrúar síðastliðinn var haldið þorrablót í skólanum. Þetta var í 1. skipti sem að allur skólinn hélt þorrablót saman og var foreldrum boðið að koma og vera með. Nemendur ásamt starfsfólki buðu upp á skemmtiatriði og Jóhanna og Guðbjörg voru með veitingar. 1 til 3 bekkur röppuðu um bekkinn sinn. 4. til 5. bekkur sögðu gamla brandara og 6 til 10. bekkur gerðu hefðbundið grín af kennurum og starfsfólki. Starfsfólkið flutti lítið lag um afföll starfsfólks. Eftir skemmtiatriðin var salurinn rýmdur og ,,kokkurinn” var dansaður. Eldhúsið bauð upp á hefðbundinn þorramat og smakkaðist hann mjög vel. Soðið brauð var í mestu uppáhaldi hjá nemendum. Flestir nemendur og gestir voru ánægðir með þorrablótið. Myndir hér.