Forsíđa
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistarskólinn
Foreldrafélagiđ
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Ţróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseđill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýđheilsa
 
Greiđslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyđublöđ


 
18. maí 2021 14:52

Vorkveđja tónlistardeildar

Bless kórónuveira!

Ekkert hefur veriđ eins og mađur kallar VENJULEGT viđ ţetta skólaár. Vegna kórónuveirufaraldursins höfum viđ ekki getađ bođiđ foreldrum og öđrum gestum í skólann til ađ hlusta á nemendur í tónlistarnámi leika listir sínar á menningarstundum og tónleikum. Hér í Stórutjarnaskóla er margt efnilegt ungt fólk á ferđ og ţess vegna tókum viđ upp nokkur lög til ađ deila međ ykkur hér, - smá sýnishorn af skólaári 2020-2021 frá tónlistardeild.

 
Vegna persónuverndarmála birtast atriđin ekki undir nöfnum flytjenda.

 
Viđ segjum bless viđ kórónuveiru og vonum ađ lífiđ verđur aftur VENJULEGT á nćsta skólaári, međ fullt af tónlist og samkomum :)

 

Međ sumarkveđju,
Marika, Magni og Ármann

meira...
 

 
11. maí 2021 11:13

Umhverfis- og lýđheilsuţing Stórutjarnaskóla

Fimmtudaginn 20. maí nk. er foreldrum barna í Stórutjarnaskóla og öđrum áhugasömum bođiđ ađ koma og frćđast um umhverfis – og lýđheilsumál og vinnu nemenda ţar ađ lútandi í skólanum.   Ţingiđ hefst kl 13:10 og stendur til u.ţ.b. kl 15:10.

 
Ađalfyrirlesari verđur dr. Erla Björnsdóttir svefnfrćđingur, sem mun rćđa um svefn og mikilvćgi hans fyrir börn og fullorđna. Ţá munu nemendur kynna niđurstöđur úr svefnkönnun, sem lögđ var fyrir í skólanum.  -  Sagt verđur frá ţróunarverkefni sem skólinn tekur ţátt í ásamt nokkrum erlendum skólum um lífbreytileika.  Einnig verđur sagt frá verkefni um sjálfbćra ţróun sem nemendur í 4. – 6. bekk hafa unniđ ađ, verkefni um vistkerfi skólalóđarinnar, sem 7. – 10. bekkur hefur veriđ ađ vinna og loks kynna 1. – 3. bekkur Heimsmarkmiđ Sameinuđu ţjóđanna um sjálfbćra ţróun.
Viđ ţetta sama tćkifćri verđur Stórutjarnaskóla afhentur Grćnfáninn í 5. sinn.

 
Allir hjartanlega velkomnir

 

Međ góđri kveđju,
Umhverfis- og lýđheilsunefnd Stórutjarnaskóla

meira...
 

 
10. maí 2021 14:29

Frá sundlaug Stórutjarnaskóla

Sundlaugarvörđ vantar í júní og júlí.  Um er ađ rćđa vinnu fjóra daga vikunnar frá kl 17:00 - 21:00, mánudaga, ţriđjudaga, miđvikudaga og fimmtudaga.  Umsćkjandi ţarf ađ vera athugull og samviskusamur, vel syndur og orđinn 20 ára.  Umsóknarfrestur er til 21. maí.

 

Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 895-6220 eđa í netfangi oliarn@storutjarnaskoli.is

meira...
 

 
19. apríl 2021 15:50

Árshátíđin komin á netiđ

Nú er búiđ ađ ganga frá upptökum af leikritunum sem sýnd voru á árshátíđ skólans og ţau eru komin á netiđ.  Hér síđar í fréttinni má nálgast tengil sem vísar á leikritin en ţau eru fjögur og birtast ađskilin á netinu.  Áhugasamir smella ţví á tengil fyrir hvert leikrit fyrir sig til ađ horfa.  -  Ţar sem ferđasjóđur nemenda varđ af međ allan ađgangseyri ađ árshátíđinni langar okkur ađ birta hér reikningsnúmer sjóđsins í ţeirri von ađ sem flestir sjái sér fćrt ađ leggja nemendum liđ.  Upphćđ framlaga er algerlega frjáls.  Númeriđ er:  1110-05-403408   Kt.  570419 0210.

 

Leikritin sem hér birtast eru:

 

Töfraskógurinn

saminn og leikinn af elstu nemendum leikskóla og 1. - 3. bekk

Munađarlaus börn

leikiđ af 4. - 6. bekk

Kafteinn hvađ?

saminn og leikinn af 7. - 8. bekk og einum nemanda úr 10. bekk

Viđ og viđ

samiđ og leikiđ af 9. - 10. bekk og einum nemanda úr 8. bekk.

meira...
 

 
10. apríl 2021 19:29

„Árshátíđin“ varđveitt

Góđ kvöldstund

Eins og kunnugt er var skólum lokađ vegna sóttvarnaađgerđa miđvikudaginn 24. mars s.l.  Ţađ var daginn áđur en halda átti árshátíđ Stórutjarnaskóla.  Nú ţegar skóli er hafinn á ný liggur ljóst fyrir ađ ekki má hleypa utanađkomandi fólki inn í skólann og ţví ógerlegt ađ halda hefđbundna árshátíđ međ áhorfendum.  Ţví var gripiđ til ţess ráđs ađ flytja ţau leikrit sem sýna átti á árshátíđinni fimmtudagskvöldiđ 8. apríl.  Ţá höfđu nemendur náđ ađ hressa ađeins upp á rullur sínar og koma sér "í karakter" ađ páskafríinu loknu.  -  Ţetta var gert til ađ allir nemendur og starfsfólk ćttu ţess kost ađ sjá dagskrá árshátíđarinnar á sameiginlegri sýningu og svo ekki síđur til ađ hćgt vćri ađ taka sýninguna upp til varđveislu, eins og lengi hefur veriđ gert međ árshátíđir Stórutjarnaskóla.  -  Innan tíđar verđur hćgt ađ nálgast ţessar upptökur á heimasíđu skólans.   Viđ látum vita međ nýrri frétt ţegar ađ ţví kemur.  Ţangađ til er hćgt ađ nálgast myndir úr ţessum sýningum hér.

 

meira...
 

 
24. mars 2021 16:59

Árshátíđ frestast - skólanum lokađ

Vegna hertra sóttvarnareglna fellur allt skólastarf í Stórutjarnaskóla niđur frá fimmtudeginum 25. mars.  Vćntanlega hefst skóli ekki aftur fyrr en fimmtudaginn 15. apríl.  -  Árshátíđ Stórutjarnaskóla, sem vera átti 25. og 26. mars fellur ţví niđur en verđur hugsanlega tekin upp aftur ţegar skóli hefst á ný.  -  Međfylgjandi myndir eru frá ćfingum fyrir árshátíđ. Myndir hér.

 

Gleđilega páska

meira...
 

 
16. mars 2021 11:50

Hćttir eftir 40 ár

Óli skólastjóri hefur tilkynnt ađ hann muni hćtta sem skólastjóri Stórutjarnaskóla núna í sumar.  Óli hefur veriđ starfandi kennari og skólastjóri í samtals 40 ár og ţar af 38 ár sem skólastjóri.  Hann er međ lengstan starfsaldur allra skólastjóra grunnskóla á Íslandi, sem nú eru viđ störf. Ţess vegna finnst honum ađ komiđ sé nóg. -  Óli byrjađi sem kennari viđ Skútustađaskóla í Mývatnssveit 1978 ţar sem hann kenndi í tvö ár hjá Ţráni Ţórissyni, ţeim merka manni. Síđan fór Óli í Kennaraháskóla Íslands og varđ ađ námi loknu skólastjóri á Borgarfirđi eystra.  Ţar var fjölskyldan í 6 góđ ár.  Ţá lá leiđin í Laugar, ţar sem Óli var í 5 ár skólastjóri Litlulaugaskóla, sem nú er ekki lengur til.  Ţađan lá leiđin í Stórutjarnaskóla ţar sem Óli og Tolla hafa nú veriđ í heil 27 ár.  Ţau ćtla bćđi ađ hćtta störfum viđ skólann nú í sumar.  -  Ţetta hefur veriđ góđur og skemmtilegur tími og ţau hjónin óska nemendum, starfsfólki og skólanum sjálfum bjartrar og gćfuríkrar framtíđar.

meira...
 

 
8. mars 2021 09:49

Skíđaferđ

Fjör í Hlíđarfjalli

Miđvikudaginn 3. mars héldu nemendur og starfsfólk Stórutjarnskóla í skíđa- og brettaferđ í Hlíđarfjall. Fariđ var međ skólabílum og fyrsta stopp var í Skíđaţjónustunni sem leigđi ţeim sem vildu skíđabúnađ. Allt klárt og merkt ţegar viđ komum ţar og ţjónustan til fyrirmyndar. Sumir nemendur voru ađ stíga á skíđi eđa bretti í fyrsta sinn á ćvinni, ađrir voru vanari, kannski ađallega eftir fyrri skólaferđir og svo voru enn ađrir sem stunda skíđi og voru öllum hnútum kunnugir í fjallinu.

meira...
 

 
1. mars 2021 10:02

Dansvikan á óvenjulegum tíma

19. febrúar 2021 13:25

Ađ sýna sinn rétta lit

12. febrúar 2021 20:37

Valentínusarféló

8. febrúar 2021 20:36 (1 lesandi hefur sagt álit sitt)

Ţorrablót

1. febrúar 2021 13:36

Starfsdagur og foreldradagur

5. janúar 2021 09:42

Öđruvísi dagatal

21. desember 2020 09:49

Á jólunum er gleđi og gaman

18. desember 2020 11:21

Jólakveđja tónlistardeildar

15. desember 2020 12:13

Jólasöngvar og jólaskreytingar

10. desember 2020 13:20

Jólaföndur

1. desember 2020 10:50

Kveikt á jólatrénu

6. nóvember 2020 10:25 (2 lesendur hafa sagt álit sitt)

Vistheimt

30. október 2020 13:19

Hryllilega fallegt fólk

30. október 2020 13:14

Sigrún Jónsdóttir lćtur af störfum

29. október 2020 15:45

Ţegar „gamla“ umhverfis- og lýđheilsunefnd nemenda lauk störfum

20. október 2020 11:15

Fimmti Grćnfáni Landverndar í Stórutjarnaskóla

14. október 2020 13:54

Sundlaug Stórutjarnaskóla

13. október 2020 10:16

Sprett úr spori

11. október 2020 10:00

Erasmus+ verkefni

7. október 2020 09:03

Tilnefning til íslensku menntaverđlaunanna


eldri fréttir


SMŢMFFL
2526272829301
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345
Maí 2021

18. maí 2021

Bless kórónuveira!


11. maí 2021

Umhverfis- og lýđheilsuţing Stórutjarnaskóla


10. maí 2021

Frá sundlaug Stórutjarnaskóla


19. apr. 2021

Árshátíđin komin á netiđ


10. apr. 2021

Góđ kvöldstund


24. mar. 2021

Árshátíđ frestast - skólanum lokađ


16. mar. 2021

Hćttir eftir 40 ár


8. mar. 2021

Fjör í Hlíđarfjalli