Forsíða
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistarskólinn
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 
5. september 2018 17:26

Vistheimt í verki

Nú er komið á þrjðja ár frá því að nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla hófu þátttöku í vistheimtarverkefni Landverndar. Fyrsta árið var mælt út fyrir gróðurreitum og þeir merktir með flöggum og snúrum. Einnig var þá komið fyrir ýmsum uppgræðsluefnum í reitunum eftir þar til gerðri formúlu og verkinu stjórnað af Rannveigu Magnúsdóttur frá Landvernd. Efni sem sett voru í reiti voru skítur, molta, moð, fræ og áburður og bara áburður. Svo leið fyrsta árið og í september í fyrra var gerð rannsókn á gróðri með ákveðinni mælingu. Gerð var grein fyrir því verki og niðurstöðum á umhverfis- og lýðheilsuþingi skólans í apríl síðastliðnum.

 

Í gær, þriðjudaginn 4. september, var farið í aðra gróðurrannsókn. Nú voru mælingar endurteknar með sama hætti og í fyrra og niðurstöður nákvæmlega skráðar á blöð. Síðar verða þær skoðaðar og kynntar. Það voru nemendur í 5. 6. og 7. bekk sem hófu leikinn og eru sömu nemendur enn að, en nú í 7. 8. og 9. bekk. Þeir eru því farnir að þjálfast í þessu verkefni enda gengu mælingar hratt og vel fyrir sig. Sem fyrr kom Rannveig Magnúsdóttir frá Landvernd að stýra verkefninu og kennararnir Nanna, Sigríður og Sigrún voru til aðstoðar ásamt Daða Lange Friðrikssyni frá Landgræðslunni.

 
Að þessu sinni fengum við gesti frá Þelamerkurskóla, þrjá nemendur úr umhverfisnefndinni þeirra ásamt kennara sínum og þeir fylgdust með og kynntu sér verkefnið.

 
Þetta verkefni mun halda áfram næstu árin, því er hvergi nærri lokið. Myndir hér.


Til baka



SKRIFAÐU ÁLIT ÞITT

Fyrirsögn

Álit

Hvað er 2+3?

Undirskrift 



SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta


SMÞMFFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
2345678
Nóvember 2018

22. feb. 2019

Þorrablót og menningarstund


28. jan. 2019

Foreldradagur og afhending námsmats


17. jan. 2019

Heimasíðan uppfærð


9. jan. 2019

Skóli hafinn á nýju ári


20. des. 2018

Prúðbúin jólabros


17. des. 2018

Litlu-jól og jólafrí


17. des. 2018

Líf og fjör á aðventu


4. des. 2018

Danssýning og almenn gleði