Nú er komiđ á fimmta ár frá ţví ađ nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla hófu ţátttöku í vistheimtarverkefni Landverndar, en ţađ er ţróunarverkefni ţar sem unniđ er međ nokkrum Grćnfánaskólum á landinu, Landgrćđslunni og Landgrćđsluskóla Sameinuđu ţjóđanna. Ţeir skólar sem eru međ í ţessu verkefni eru Stórutjarnaskóli, Hvolsskóli, Grunnskólinn Hellu, Ţjórsárskóli, Ţelamerkurskóli, Bláskógarskóli, Grunnskóli Snćfellsbćjar, Fjölbrautarskóli Surlands, Menntaskólinn í Hamrahlíđ og Menntaskólinn Laugarvatni.
Í verkefninu Vistheimt međ skólum setja nemendur sjálfir upp tilraunasvćđi á örfoka landi, sjá um ađ sá eđa bera á áburđ í tilraunareiti og fylgjast međ breytingum á gróđur- og dýrasamfélögum. Skólinn var svo lánsamur ađ fá til afnota mel í landi Stórutjarna og ţangađ er hćfilegur gangur til og frá skóla.
Á Kennaradeginum 5. október tilnefndi Mennta- og menningarmálaráđherra tilnefningarnar til íslensku menntaverđlaunanna í flokki framúrskarandi ţróunarverkefna. Verđlaun fyrir framúrskarandi ţróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gćđakröfur um markmiđ, leiđir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til ađ efla menntun í landinu. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- eđa frístundastarfi, listnámi eđa öđru starfi međ börnum og ungmennum og hafa ótvírćtt mennta- og uppeldisgildi.
Verkefniđ okkar og hinna skólanna, Vistheimt međ skólum, fékk tilnenfningu ásamt fimm öđrum verkefnum. Ţađ er Rannveig Magnúsdóttir, líffrćđingur PhD., sérfrćđingur og verkefnastjóri hjá Landvernd sem hefur umsjón međ ţróunarverkefninu. Tilkynning um ţađ hver hlýtur verđlaunin kemur 6. nóvember.
Ţetta ţykir okkur mjög ánćgjulegt og hvetur til áhuga og áframhaldandi vinnu viđ verkefniđ sem nú er á höndum Sigríđar Árdal fyrir hönd Stórutjarnaskóla. Myndir hér - frá 2016 og ein ný. Ţar má glöggt sjá breytingar á gróđri.