16. maí 2022 10:56 |
Stórutjarnaskóli 50 ára |
Afmælishátíð |
Síðastliðinn þriðjudag var haldið upp á 50 ára afmæli Stórutjarnaskóla. Skólinn tók til starfa 9. nóvember 1971 en vegna samkomutakmarkana var ekki gerlegt að halda hátíð á afmælisdaginn sjálfan.
Hátíðin hófst kl 13:30 þar sem Birna Davíðsdóttir skólastjóri bauð gesti velkomna. Dagskrá í sal hófst á ávarpi þar sem Ólafur Arngrímsson fór yfir sögu skólans. Marína Sigurgeirsdóttir fyrrum nemandi og starfsmaður flutti einnig ávarp þar sem hún talaði um veru sína í skólanum á unglingsárum sínum, félagslífið og þau fjölmörgu tækifæri sem nýi skólinn bauð uppá. Tómas Karl Sigurðarson nemandi í 9. bekk sagði í sínu ávarpi frá lífinu í skólanum í dag. |
meira... |
|
16. maí 2022 10:49 |
Mikið um að vera |
Umhverfis- og lýðheilsuþing og vortónleikar |
Umhverfis- og lýðheilsuþing var haldið þann 4. maí. Aðalfyrirlesari þingsins var Ólafur Sóliman matreiðslumeistari. Hans erindi fjallaði um mikilvægi góðrar næringar fyrir okkur öll. Hann talaði líka um vistspor og framleiðslu matvæla í heimahéraði sem skiptir sköpum þegar kemur að loftlagsmálum. Olga leiddi hléæfingar og Arndís, nemandi í umhverfis- og lýðheilsunefnd kynnti niðurstöður úr rannsókn á matarsóun sem framkvæmd var í skólanum í mars s.l.. Marika stjórnaði svo fjöldasöng og að lokum var sagt frá þróunarverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt nokkrum erlendum skólum. Þátttaka í þróunarverkefnum eru mikilvægur þáttur í skólastarfi. Samskipti okkar við skóla í Eistlandi, Frakklandi og Ítalíu, eflir bæði kennara og nemendur. Stærðfræði og vísindi eru aðal áhersluþættir verkefnisins, þar sem nemendur allra þátttökulanda vinna fjölbreytt verkefni og skila niðurstöðum í sameiginlegar rafbækur. Myndir hér.
Vortónleikar voru einnig haldnir 4. maí. Efnisskrá var fjölbreytt og áhugaverð þar sem nánast allir nemendur skólans komu fram. Marika kynnti flytjendur og tónlist og saman voru þau Ármann nemendum til aðstoðar. Framfarir og framkoma nemenda var til fyrirmyndar og stóðu sig allir með prýði.
Eftir tónleikana var hefðbundin kaffisala með glæsilegum veitingum sem nemendur og foreldrar nemenda í 9. og 10. bekk stóðu fyrir. Allur ágóði sölunnar er til styrktar ferðasjóði nemenda.
Við þökkum öllum sem fram komu og þeim sem komu að undirbúningi fyrir þeirra framlag. Þetta var góður dagur. Myndir hér.
Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla |
meira... |
|
4. maí 2022 06:54 |
Umhverfis- og lýðheilsuþing og Vortónleikar Stórutjarnaskóla |
Miðvikudaginn 4. maí nk. er foreldrum barna í Stórutjarnaskóla og öðrum áhugasömum boðið að koma og fræðast um umhverfis- og lýðheilsumál og hlýða á fjölbreytt tónlistaratriði á Vortónleikum skólans. Dagskráin hefst kl. 13:30.
Aðalfyrirlesari þingsins verður Ólafur Sóliman matreiðslumeistari. Hans erindi mun fjalla um hans helsta áhugamál sem er mikilvægi góðrar næringar í samhengi við vistspor og framleiðslu matvæla í heimahéraði. Þá munu nemendur kynna niðurstöður úr lítilli rannsókn á matarsóun sem framkvæmd var hér í skólanum nú í mars. Einnig verður sagt frá þróunarverkefni með áherslu á stærðfræði og vísindi sem skólinn tekur þátt í ásamt nokkrum erlendum skólum.
Vortónleikar nemenda verða haldnir í kjölfar þingsins. Fjölbreytt og áhugaverð efnisskrá. Ókeypis aðgangur en eftir tónleikana er kaffisala til styrktar ferðasjóði nemenda.
Kaffi og með því kr 1500- ath. ekki posi.
Allir hjartanlega velkomnir
Með góðri kveðju,
Umhverfis- og lýðheilsunefnd og tónlistardeild Stórutjarnaskóla |
meira... |
|
22. apríl 2022 08:25 |
Gleðilegt sumar |

Kæru nemendur og foreldrar
Gleðilegt sumar
og takk fyrir veturinn
Starfsfólk Stórutjarnaskóla |
meira... |
|
5. apríl 2022 15:35 |
Skólakynningar MA og VMA |
Þriðjudaginn 22. mars fóru 9. og 10. bekkur í skólakynningar í Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri og einnig í heimsókn á heimavistina. Við fengum kynningar á öllum brautum skólanna og á félagslífinu. Á vistinni fengum við að skoða herbergi hjá íbúum vistarinnar, matsalinn, þvottahúsið og setustofuna. Þetta var gaman og fróðlegt, og það verður gaman að sjá hvað tekur við í framtíðinni.
|
meira... |
|
10. mars 2022 17:48 |
Öskudagsskemmtanir |
Litríkur tunnusláttur |
2. mars s.l. var Öskudagurinn. Af því tilefni voru haldin tvö Öskudagsböll í Stórutjarnaskóla, eitt fyrir yngri nemendur og annað fyrir eldri nemendur. Öskudagshátíðin hjá yngri nemendum fór fram á Öskudaginn sjálfan en þar var kötturinn sleginn úr tunnunni, marserað og farið í fleiri leiki, borðað popp og drukkinn safi. Og að sjálfsögðu voru allir klæddir í öskudagsbúninga.
|
meira... |
|
3. mars 2022 13:24 |
Menningarstund |
Menningarstund verður í Stórutjarnaskóla
miðvikudaginn 9. mars nk. og hefst kl. 14:40
Allir hjartanlega velkomnir
Gætið vel að sóttvörnum
Starfsfólk Stórutjarnaskóla |
meira... |
|
20. febrúar 2022 13:35 |
Þorrablót yngri og eldri |
Fimmtudaginn 10. febrúar sl. voru haldin þorrablót nemenda og starfsfólks. Eftir hádegið var haldið þorrablót yngri nemenda. Nemendur voru mis duglegir að smakka þorramatinn en hangikjötið, harðfiskurinn og brauðið stóðu uppúr. Eins og venja er á þorrablótum var sungið og skemmtidagskrá flutt. Hópur 1 flutti þulur í viðeigandi búningum undir stjórn Birnu Kristínar. Hópur tvö lék nokkra brandara sem þau höfðu snúið upp á starfsfólk skólans með aðstoð Nönnu. Þetta voru virkilega skemmtileg atriði og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Marika stýrði söng og lék undir á ukulele.
|
meira... |
|
2. febrúar 2022 13:41 |
Bókasafn og sundlaug opna á ný |
31. desember 2021 08:38 |
Áramót |
30. desember 2021 12:03 |
Litlu-jól 2021 |
24. desember 2021 08:18 |
Gleðileg jól |
14. desember 2021 10:43 |
Jólaskreytingar og morgunsöngvar |
10. desember 2021 12:35 |
Jólaföndur |
10. desember 2021 10:43 |
Aðventutónleikar og 1. des |
8. desember 2021 11:54 |
Danssýning |
12. nóvember 2021 12:47 (1 lesandi hefur sagt álit sitt) |
Stafir og skilaboð |
11. nóvember 2021 05:00 |
Árshátíð |
4. nóvember 2021 13:31 |
Skólablak |
4. nóvember 2021 13:30 |
Árshátíð Stórutjarnaskóla |
2. nóvember 2021 14:13 |
Eistneskir tónar |
1. nóvember 2021 12:05 |
Hryllilega fallegt fólk |
3. október 2021 19:59 |
Smitvarnir |
13. september 2021 14:43 (1 lesandi hefur sagt álit sitt) |
Sprett úr spori |
13. september 2021 13:53 |
List fyrir alla |
13. september 2021 12:59 |
Afhjúpun og blessun minnisvarða um Jaan Alavere |
31. ágúst 2021 10:21 (1 lesandi hefur sagt álit sitt) |
Skólabyrjun |
28. ágúst 2021 12:09 |
Afjúpun og blessun minnisvarða |
eldri fréttir
|