Skólasöngur Stórutjarnaskóla
Aníta L. Þórarinsdóttir / Jaan Alavere
:,: Í Stórutjarnaskóla er skemmtilegt að vera, við afar fjölbreitt námsefni og tónlist, söng og dans. :,:
Hvað finnst þér um fámennan skóla?
Þar fá allir þörfunum mætt.
Á leikvelli renna og róla?
Reyndar það hefur mig kætt.
Líka þér tölvunnar fræðin?
Tölvu í samskiptum nýt.
En íþróttaaðstöðu gæðin?
Þar ágætis þjálfun ég hlýt.
:,: Í Stórutjarnaskóla er skemmtilegt að vera,
við afar fjölbreitt námsefni og tónlist, söng og dans. :,:
Hvað finnst þér um föndur og sauma?
Í framtíð það nýtast mun vel.
Hefur þú háleita drauma?
Heiðarleik æðstan ég tel.
Hvað þroskar og eflir þinn huga?
Þátttaka‘ í starfi og leik.
Í framtíðarsýn vel að duga,
með dugnaði stöndum við keik.
:,: Í Stórutjarnaskóla er skemmtilegt að vera,
við afar fjölbreitt námsefni og tónlist, söng og dans. :,:
Þar skartar fagurt útsýni, skógarkjarr og tjarnir.
Þar ríkir góður andi og er svo margt,
og er svo margt, og er svo margt að gera.
:,: Í Stórutjarnaskóla er skemmtilegt að vera,
við afar fjölbreitt námsefni og tónlist, söng og dans. :,:
|