Litlu-jól Stórutjarnaskóla voru haldin föstudaginn 17. desember. Hver námshópur byrjađi á ţví ađ fara í sína heimastofu ţar sem nemendur áttu hátíđlega stund međ sínum umsjónarkennara. Lesin var jólasaga og skipst var á pökkum og kortum. Ađ ţví loknu var hátíđarmálsverđur í matsal skólans ţar sem nemendur, starfsfólk og skólabílstjórar borđuđu dírindis-jólamat sem Sardar og Guđbjörg höfđu framreitt. Möndluverđlaun voru veitt og einnig voru veitt verđlaun fyrir stćrđfrćđiţraut sem nemendur og starfsfólk höfđu spreytt sig á í desember.
Ađ lokinni jólamáltíđ var ţakkađ fyrir sig og gengiđ fram í fallega skreyttan salinn. Ţar hófst dagskrá á ţví ađ Grete Alavere las jólaguđspjalliđ og séra Gunnar Einar sagđi nemendum söguna um gistihúsaeigandann. Ţá var dansađ í kringum yndislegt jólatré sem starfsmađur Skógrćktarinnar á Vöglum fćrđi okkur fyrr í vikunni og nemendur skreyttu. Sá Ármann tónlistarkennari um undirspil og forsöng. Skyndilega birtust tveir skemmtilegir jólasveinar sem slógust í hópinn og sungu og trölluđu um stund og gáfu öllum mandarínur. Litlu-jólum lauk eins og endra nćr á ţví ađ allir sungu saman „Heims um ból“. Myndir hér.
Nemendur mćta aftur í skólann kl. 8:30 ţriđjudaginn 4. janúar 2022.