Árshátíđ Stórutjarnaskóla var haldin föstudagskvöldiđ 4. nóvember. Sýnd voru ţrjú verk. Nemendur í 1. – 3. bekk sýndu verkiđ Greppikló sem unniđ var upp úr bók eftir Julia Donaldsson og nemendur í 4.-7. bekk sýndu Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Ađ lokum sýndu nemendur í 8.-10. bekk frumsamiđ verk sem ţau kölluđu Ónefnt Kúrekaleikrit. Óhćtt er ađ segja ađ vel hafi tekist til. Nemendur stóđu sig međ stakri prýđi og voru skólanum sínum til mikils sóma. Ţegar nemendur, starfsfólk og foreldrar vinna saman og leggja sig alla fram, eins og gerist í undirbúningi fyrir árshátíđ, verđur útkoman alltaf frábćr. Ţó svo ađ kvíđi og stress geri vart viđ sig hjá einhverjum stoppar ţađ ekki nemendur í ađ koma flóknum og erfiđum texta til skila og syngja ađ innlifun fyrir fullu húsi.
Ađ lokinni sýningu var dýrindis veisla í matsalnum, sjoppan opnuđ og dansađ í íţróttasal. Allur ágóđi af árshátíđ rennur í ferđasjóđ nemenda og ţökkum viđ kćrlega fyrir stuđninginn. Myndir sem gaman er ađ skođa međ fjölskyldunni og rifja upp atriđi er ađ finna „hér“.