 |
Námsvísar 2020-2021 - Hópur III - 7.-8. bekkur
Íslenska – ÍSL 6 st Markmið: Að efla læsi og lesskilning nemenda og styrkja þá í stafsetningu, málfræði og almennri málnotkun. Efla sköpunargáfu þeirra, áhuga og tilfinningu fyrir tungumálinu. Leiðir: Fjölbreytt verkefnavinna, umræður og lestur. Námsefni: Kveikjur, Orðspor 3, Málrækt 3, Íslenska, kennslubók í málvísi og ljóðlist, skáldsagan „Af hverju ég?“ ásamt verkefnabók, valdar vefsíður af netinu, tilfallandi blöð frá kennara. Námsmat: Metin verða skilaverkefni nemenda, ástundun í tímum, vinnubók nemenda, próf. Heimanám: Þriðji Smellur, sjálfstæð læsisverkefni skilað á mánudögum í annari hverri viku. og fleira sem sett er í Kompu.
Hæfniviðmið fyrir íslensku eru fjórþætt, þ.e. 1. Talað mál, hlustun og áhorf, þ.e. að geta tjáð sig skýrt og áheyrilega, hlustað af athygli og tekið þátt í samræðum og rökræðum samkvæmt reglum. 2. Lestur og bókmenntir, þ.e. að geta lesið texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi, lagt mat á hann og túlkað. Notað þekkingu og reynslu ásamt ríkulegum orðaforða við lestur og skilning á texta. Lesið gamalr og n´jar bókmenntir.. Lesið úr einföldum tölulegum og myndrænum upplýsingum og túlkað þær 3.Ritun, þ.e. að geta beitt helstu atriðum stafsetningar og greinamerkjasetningar og hafa náð valdi á þeim. Samið texta frá eigin brjósti. 4. Málfræði, þ.e. að geta notað málfræðileg hugtök í umræðu um mál, ekki síst sitt eigið, talað og ritað. Auk þess að geta notað orðtök og málshætti Ítarlegri upplýsingar um hæfniviðmið í íslensku er að finna í ANG bls. 101-105 Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir.
Stærðfræði – STÆ 5 st
Námsefni: 7. bekkur: Stika 3 og 8. bekkur: Skali 1, auk efnis frá kennara. Umfjöllunarefni verða mælingar, almenn brot, tugabrot, samlagning og frádráttur, margföldun og deiling, rúmfræði, hnitakerfi og hlutföll og prósentur, tölfræði og líkur.
Hæfni- og matsviðmið samkvæmt kafla 25 í Aðalnámskrá grunnskóla bls. 208-223. Leiðir: Innlögn kennara á töflu í upphafi hvers nýs viðfangsefnis. Síðan vinna nemendur sjálfstætt með aðstoð kennara skv. áætlun sem sniðin verður að þörfum hvers og eins. Heimanám: Tímaverkefni skv. áætlun kláruð auk ýmissa æfingaverkefna. Námsmat: Símat á tímavinnu og kannanir í lok hvers kafla/viðfangsefnis og skyndipróf auk þess sem ástundun verður metin. Kennari: Jónas Reynir Helgason
Enska – ENS 3 st Námsefni: 7. bekkur: Action texta/vinnubók, Spotlight 8 texta/vinnubók, Málfræðihefti B og C, frjálslestrarbækur. 8. bekkur: Spotlight 8 textabók og vinnubók, óreglulegar sagnir, frjálslestrarbækur. Markmið og leiðir: Kennt verður einstaklingsmiðað, þannig að nemendur fái námsefni við hæfi og geti unnið á sínum hraða í tímum. Lögð verður áhersla á lestur, hlustun og þýðingu á ensku. Unnið verður að því að nemendur tileinki sér nýjan orðaforða, auki þekkingu sína á enskri málfræði, eflist í að tjá sig á ensku í bæði rituðu og töluðu máli, auk þess að vinna með enskan texta á ýmsa vegu. Önnur verkefni verða lögð fyrir eftir þörfum. Heimanám: Nemendur klára verkefni úr tímum ef þörf krefur og undirbúa sig heima fyrir kaflapróf og sagnapróf. Að öðru leyti verður heimavinna fyrst og fremst á formi frjálslestrar. Námsmat: Metin verður ástundun og vinnubrögð nemenda í tímum. Kaflapróf, málfræðipróf og kannanir óreglulegra sagna verða grunnur fyrir námsmat hjá 8. bekk, en annapróf hjá 7. bekk. Kennari: Elín Eydís Friðriksdóttir
Danska – DAN 3 st
Markmið: Áhersla lögð á málskilning, orðaforða, byggja upp tal út frá orðaforða námsefnis og með talæfingum, leikjum, kynningum. Áhersla lögð á samþættingu allra 7 færniþátta: hlustun, lesskilningur, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og námshæfni. Einnig er áhersla lögð á að nemendur geti sett sér nokkuð raunhæf markmið, gert sér grein fyrir því hvar hann stendur í náminu og beitt aðferðum til að skipuleggja sig. Námsefni: Tak + vinnubók, auk þess Dejlige Danmark, vinnu- og textabók. Léttlestrarbækur og efni á netinu. Talæfingar í gegnum spil og leiki. Leiðir: Áhersla á tjáningu og skilning með lestri, hlustun, talæfingum og ritun. Námsmat: Ýmis verkefni, áhugasviðsverkefni, hlutapróf úr einstökum þáttum, hóp- og einstaklingsverkefni, ástundun og vinnubrögð. Heimanám: Gert er ráð fyrir smá heimavinnu í annari hverri viku að jafnaði yfir skólaárið. Heimanám er nauðsynlegur þátttur í að efla nemendur sem sjálfstæða námsmenn þar sem reynir á skipulagshæfni, öguð vinnubrögð og seiglu í námi. Hæfniviðmið: Hæfniviðmið fyrir erlend tungumál í Aðalnamskrá grunnskóla er skipt upp í þrjú stig og er ætlast til að nemendur hafi náð 3. stigi við lok grunnskóla. Gerð er grein fyrir stigvaxandi kröfum hæfniviðmiðanna í öllum 7 færniþáttunum í AG bls. 125-131 og eru lögð til grundvallar í skipulagningu náms, kennslu og námsmatsins. Nánar er gerð grein fyrir skiptingu og skipulagi hæfniviðmiða í kennsluáætlunum fyrir hvern og einn námshóp. Áhersla á 2. stig í námshópi 7.-8. bekkjar. Kennari: Anita Karin Guttesen
Samfélagsgreinar Yfirmarkmið samfélagsgreinanna SAM, TRÚ og KYN.: Að nemendur öðlist þekkingu og skilning, beiti skapandi og gagnrýnni hugsun og læri að tjá sig og skoðanir sbr. lykilhæfni í Aðalnámskrá bls 87 - 89.
Samfélagsfræði – SAM 2 st Markmið: Að gera nemendur meðvitaðri um Norðurlöndin, sögu þeirra og landafræði. Kynnast menningarháttum í öðrum löndum Evrópu og heimsins, þekkja helstu höfuðborgir og staðreyndir um nágrannalönd okkar. Síðar verður fjallað um börn sem búa við fátækt,stríðsátök og flótta frá heimalandinu. Leiðir: Fjölbreytt verkefnavinna, lestur og umræður. Námsefni: Norðurlöndin, Börn í okkar heimi, valdar vefsíður af netinu og tilfallandi blöð frá kennara. Námsmat: Metin verða verkefni nemenda, ástundun í tímum og próf. Heimanám: Er eftir þörfum og er sett í Kompu.
Hæfniviðmið í samfélagsgreinum er að finna í ANG bls. 197-203 og eru þríþætta og skiptast í reynsluheim, hugarheim og félagsheim. Reynsluheimur spannar umhverfi, samfélag, sögu og menningu, þ.e. hæfni nemanda til að skilja veruleikann. Hugarheimur tekur á sjálfsmynd, þ.e. hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum. Félagsheimur fjallar um samskipti, þ.e. hæfni nemanda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra. Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir
Trúarbragðafræði – TRÚ 1 st
Markmið: Að nemendur skoði hvernig trúin birtist okkur í samfélaginu og hvert er upphaf, grundvöllur og innihald kristinnar trúar. Einnig hvaða áhrif trú múslima hefur á líf þeirra og meginatriði í kenningum islam. Námsefni: Maðurinn og trúin, kafli bls 28 Kristin trú á haustönn og kafli bls. 45 Islam á vorönn. Aukaefni ýmiskonar að auki. Leiðir: Lesið, rætt og ritað í kennslustundum. Námsmat: Kannanir jan. og maí. Einnig eru verkefnablöð, áhugi, vinnusemi, vandvirkni og samstarfsvilji í kennslustundum metin til einkunna. Kennari: Sigrún Jónsdóttir Kynjafræði – KYN 1 st Markmið: Að opna á athygli og umræður um stöðu kynja í heiminum, fyrr og síðar. Um er að ræða samfélag, sögu, menningu, hæfni til að skilja veruleikann og að átta sig á sjálfum sér og öðrum. Þetta efni tengist beint áherslum Aðalnámskrár varðandi lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og siðfræði m.m.
Námsefni: Margvíslegar upplýsingar af neti ásamt ýtarefni á bókasafni. Valdir kaflar úr bókinni Ég, þú og við öll og Hugskot, valdir kaflar. Skoðum mannréttindasáttmála Evrópu og annað tilfallandi efn. Leiðir: Lesið, rætt og unnin verkefni, bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni sem nemendur velja sjálfir. Kynning í lokin. Námsmat: Kannanir jan. og maí og verkefni metin. Einnig er áhugi, vinnusemi, vandvirkni og samstarfsvilji í kennslustundum metin til einkunnar. Kennari: Sigrún Jónsdóttir
Siðfræði / Saga – SIÐ / SAG 3 st
Siðfræði h.2019 / saga v.2020 Þemaverkefni 7.-10. b.
Siðfræði - SIÐ 3 st
Markmið: Að nemandi kynnist grunnhugmyndum um siðfræði og skyggnist inn í heim heimspekinnar. Áhersla verður lögð á gagnrýna hugsun og hún tengd við dagleg viðfangsefni nemenda sem og málefni líðandi stundar. Áhersla er jafnframt á einstaklinginn, sjálfstraust, sjálfsmynd og líðan sem gegna lykilhlutverki í mannlegri hugsun og ákvarðanatöku. Siðfræði kennir hvernig mögulegt er að rannsaka siðræn gildi, efla siðvit og ræða saman um siðferðileg álitamál. Í sögukennslu er byggt á heildstæðri og fjölbreyttri skoðun heimilda um samfélagö og einstaklinga frá fortíð til samtíma.
Námsefni: Sjá nánar í kennsluáætlun. Leiðir: Lestur námsefnis, verkefnavinna, vinnubækur – einstaklings- og hópaverkefni, umræður. Námsmat: byggir á lykilhæfni sem fram kemur í Aðalnámskrá um gagnrýna og skapandi hugsun. Matið tekur mið af ýmsum þáttum m.a. gátlistum, dagbókarvinnu, ýmis verkefni, ástundun. Matið spannar sjálfsmat, jafningjamat, kennaramat. Heimanám: Lestur texta stöku sinnum og verkefni, hugleiðingar um siðferðileg málefni sem snerta okkur. Hæfniviðmið: Hæfniviðmið fyrir samfélagsfræði er skipt í þrjá flokka, þ.e. reynsluheim, hugarheim og félagsheim sem saman stuðla að skilningi nemenda á mörgum þeim hugmyndum og hugsjónum sem liggja til grundvallar viðhorfum okkar til umhverfis, auðlinda, menningar og sögu. Reynsluheimur fjallar um hæfni nemenda til að skilja veruleikann; Hugarheimur fjallar um hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum; Félagsheimur fjallar um hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra. Hæfniviðmið þessa þriggja flokka við lok 10. bekkjar eru tíunduð á bls. 196-203 í Aðalnámskrá grunnskóla og eru lögð til grundvallar skipulagi náms, kennslu og námsmats. Kennari: Anita Karin Guttesen
Bókasafn – BÓK 1 st Námsefni: Leitum og finnum - Á skólasafni 1 o.fl. Leiðir: Nemendur fara á bókasafnið hálfa kennslustund í viku og fá bækur að láni til að skoða og lesa. Þeir fá einnig fræðslu um safnið, vinna í verkefnabók, æfa uppýsingaleit í rituðu máli og af neti og kynnast meðferð og skráningu heimilda. Námsmat: Ástundun og umgengni metin. Kennari: Álfheiður Þórðardóttir
Náttúrufræði – NÁT 3 st Markmið: Gera nemendur meðvitaðri um hvernig náttúrufræðigreinar birtast í daglegu lífi og hvernig færni og kunnátta í náttúrufræðigreinum gagnist þeim. Efla forvitni þeirra á hvernig náttúran virkar og efla gagnrýna hugsun og sköpun. Við munum skoða grunnhugtök í efna- og eðlisfræði, en einnig verður farið í jarðfræði Íslands. Leiðir: Umræður, fjölbreytt verkefnavinna, tilraunir og verklegar æfingar. Námsefni: Auðvitað, jörð í alheimi og Eðlisfræði 1. Sem ítarefni verða notaðar valdar vefsíður af netinu og tilfallandi blöð frá kennara. Námsmat: Metin verða skilaverkefni nemenda, ástundun í tímum, vinnubók nemenda, skýrslur og lokaverkefni/próf. Heimanám: Er eftir þörfum og er sett í Kompu Hæfniviðmið fyrir náttúrgreinar er að finna í ANG bls. 169-175 og skiptast hæfniviðmið um verklag, annars vegar og viðfangsefni hins vegar. Verklagshlutinn skiptist í: getu til aðgerða, nýsköpun og hagnýtingu þekkingar, gildi og hlutverk vísinda og tækni, vinnubrögð og færni í náttúrugreinum og eflingu ábyrgðar á umhverfinu. Sá hluti sem fjallar um viðfangsefni skiptist í: að búa á jörðinni, lífskilyrði manna, náttúru Íslands, heilbrigði umhverfisins og samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu. Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir Heimilisfræði - HEI 2 st (aðra hvora viku)
Markmið: Í heimilisfræði er unnið eftir hæfniviðmiðum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 153-156. Námsefni: 7. bekkur: Gott og gagnlegt 3, vinnubók og kennslubók. 8. bekkur: Næring og lífshættir, kennslu- og vinnubók. Leiðir: Ýmist verður unnið bóklegt eða verklegt. Í bóklegum tímum verður lögð áhersla á næringarfræði, hreinlæti og umhverfisvernd. Í verklegum tímum verður unnið eftir uppskriftum úr kennslubók. Mikil áhersla lögð á umfjöllun um góðar neysluvenjur. Námsmat: Verkefnabók, áhugi, vinnusemi, vandvirkni og samstarfsvilji í kennslustundum metin til einkunnar. Bókleg próf um miðjan vetur og að vori. Einkunn gefin í annarlok. Kennari: Nanna Þórhallsdóttir
Keramik – KER 1 st
Markmið og leiðir: Nemendur læra grunnaðferðir mótun leirs. Áhersla er lögð á myndsköpun í þrívíðu formi og tengsl við teikningu og hönnun ýmissa muna. Þeir þjálfa sjálfstæð vinnubrögð, efla sjónskyn og gagnrýnið mat á eigin verk. Námsmat: Ástundun, vinnubrögð og framfarir. Hæfniviðmið: Hæfniviðmið fyrir keramik má finna í Aðalnámskrá grunnskóla í nokkrum köflum; í menningarlæsi bls. 142; sjónlistir bls 147-149; verkgreinum 155-157 og leitast kennari við að hæfni þessara áhersluþátta endurspeglist í kennslu keramik og leirmótunar. Þau hæfniviðmið sem draga má fram er áherslan á hugmyndasköpun, vinnuferlið, sjálfstæði í vinnubrögðum og sköpun, tillitssemi, uppbyggileg gagnrýni, ábyrg og örugg umgengni í stofunni, að geta lagt mat á eigin vinnu og sýni skilning á vönduðum vinnubrögðum. Kennari: Anita Karin Guttesen
Myndmennt – MYN 1 st Leiðir: Nemendur læra um myndbyggingu, lita- og formfræði og áhrif ljóss, skugga og lita í mynd. Þeir vinna myndverk með ýmsum aðferðum og reynt verður að virkja sköpunarhæfileika hvers og eins. Nemendur þjálfa sjónskyn og læra að meta eigin verk og annarra. Áhersla verður lögð á að nemendur upplifi ánægju af eigin sköpun. Kennsla verður samþætt öðrum greinum þar sem við á. Námsmat: Námsmat fer fram jafnóðum og einkunn gefin í annarlok. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir er að finna í ANG á bls.142-149.Helstu hæfniviðmið í 7.-8. bekk eru að nemandi geti útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá humynd til afurðar. Auk þess að geta notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun. Kennari: Birna Kristín Friðriksdóttir
Textílmennt - TEX 7.-8. b. 2 st (hálfan veturinn)
Leiðir: Unnið samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla bls, 158-159. Nemendur þjálfa ýmis vinnubrögð við vinnu með textíla og tileinka sér vandvirkni og alúð við verkefni sín. Þeir vinna verkefni eftir hugmyndaauðgi hvers og eins og nota fjölbreyttar aðferðir s.s. taulitun, vélsaum, útsaum, prjón, hekl, þæfingu o.fl. Upplýsingatækni verður notuð þar sem við á við. Kennsla verður samþætt öðrum greinum eins og hentar. Námsmat: Námsmat fer fram jafnóðum, einkunn gefin í annarlok. Kennari: Álfheiður Þórðardóttir
Smíðar: 7.-8. bekkur 2 st (hálfan veturinn)
Markmið: Í hönnun og smíði er unnið eftir hæfniviðmiðum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 156-158. Leiðir: Nemendur auka færni sína á notkun og beitingu handverkfæra og einfaldra rafmagnsverkfæra. Efnisnotkun verður margvísleg. Reynt að efla hugmyndaflug nemenda til frumkvæðis og hönnunarvinnu og að þeir tileinki sér góðan og vandaðan frágang. Námsmat: Símat þar sem tekið verður tillit til verkfærni og vandvirkni, iðni, umgengni og hegðunar. Einkunn gefin í annarlok. Kennari: Nanna Þórhallsdóttir
Tónmennt – TÓN 1 st Námsefni: Tónmenntakennslubók Hljóðspor, hlustunarefni, myndbönd. Leiðir: Þjálfaðir eru þeir námsþættir sem nemendur kynntust á yngri stigum, þekkingin dýpkuð og nýir þættir lagðir inn. Námsmat: Kaflapróf, sem og ástundun, vinnubrögð og framkoma í kennslustundum verða metin til einkunnar að vori. Kennari: Marika Alavere Kór – KÓR 1 st Námsefni: Ýmis sönglög. Leiðir: Aðaláhersla lögð á söng og takt. Og að hafa gaman. Námsmat: Felst í því að koma fram á tónleikunum. Kennarar: Jaan og Marika Alavere
Hljómsveit – HLJÓM 1 st Námsefni: Nótnablöð og hljóðfæri. Leiðir: Nótnalestur og samspil æfð. Kennarar: Jaan og Marika Alavere |
 |