Fimmtudaginn 9. september fengum við í heimskókn Lalla og töframanninn, á vegum List fyrir alla. Lalli og töframaðurinn er leik- og töfrasýning fyrir börn á öllum aldri. Sýningin var mjög covid-væn þar sem þeir félagar Lárus Blöndal og Fjölnir Gíslason komu með allan búnað með sér og settu sýninguna upp úti. Sýningin heppnaðist mjög vel og skemmtu allir sér konunglega.
List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum. Myndir hér.