17. febrúar s.l. var Öskudagurinn. Af því tilefni voru haldin tvö Öskudagsböll í Stórutjarnaskóla, eitt fyrir yngri nemendur og annað fyrir eldri nemendur. Öskudagshátíðin hjá yngri nemendum fór fram á Öskudaginn sjálfan en þar var kötturinn sleginn úr tunnunni, marserað og farið í fleiri leiki, borðað snakk og drukkinn safi. Og að sjálfsögðu voru allir klæddir í öskudagsbúninga.
Á fimmtudagskvöldinu á eftir voru svo elstu nemendur skólans með sitt öskudagsball. Þar mátti sjá hvern glæsibúninginn við annan. Kötturinn var auðvitað sleginn úr tunnunni og eftir fjölda kröftugra atlagna var það Rakel Eir sem sló að lokum "í gegn". Farið var í spurningakeppni og kosið var um flottustu búningana og gefin verðlaun. Í fyrsta sæti var Eyhildur, Matthildur náði öðru sætinu og Tómas því þriðja. Að sjálfsögðu var vöruúrvali sjoppunnar gerð góð skil ... mjög góð skil!