Fimmtudaginn 10. febrúar sl. voru haldin þorrablót nemenda og starfsfólks. Eftir hádegið var haldið þorrablót yngri nemenda. Nemendur voru mis duglegir að smakka þorramatinn en hangikjötið, harðfiskurinn og brauðið stóðu uppúr. Eins og venja er á þorrablótum var sungið og skemmtidagskrá flutt. Hópur 1 flutti þulur í viðeigandi búningum undir stjórn Birnu Kristínar. Hópur tvö lék nokkra brandara sem þau höfðu snúið upp á starfsfólk skólans með aðstoð Nönnu. Þetta voru virkilega skemmtileg atriði og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Marika stýrði söng og lék undir á ukulele.
Um kvöldið var svo haldið þorrablót fyrir 6.-10.b auk starfsfólksins. Þar var borðaður hefðbundinn þorramatur og sungin skemmtileg lög. Nemendur fluttu frábær frumsamin skemmtiatriði þar sem þau gerðum grín að kennurum og starfsfólki. Einnig var skemmtiatriði frá starfsfólki þar sem þau gerðu grín að okkur krökkunum. Sigríður Árdal var veilsustjóri og Ármann stjórnaði fjöldasöng og lék undir. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og mikið hlegið. Allir fóru glaðir heim í vetrafrí. Myndir hér.