Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
· Ein stofnun - þrír skólar
· Samþætting skólastiga
· Samstarf heimilis og skóla
· Umhverfis- og lýðheilsustefna
· Jafnréttisstefna Stórutjarnaskóla
· Umgengni og skólareglur
· Aðlögun og útskrift
· Sérfræðiþjónusta
· Lestrarstefna
· Um námsmat
· Forvarnir
· Eineltisáætlun
· Áföll og viðbrögð við þeim
· Heilsuvernd nemenda
· Hefðir í skólastarfi
· Bókasafn
· Mötuneyti
· Um mat á skólastarfi
· Áætlun um sjálfsmat
· Starfsmanna- og endurmenntunarstefna
· Persónuverndarstefna
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 

starfsmanna- og endurmenntunarstefna

 

Í starfi Stórutjarnaskóla viljum við leggja áherslu á eftirfarandi:

 

  • starfsumhverfi sé heilsusamlegt

 

  • hafa ávallt eins vel menntað starfsfólk og kostur er

 

  • gefa starfsfólki kost á endurmenntun við hæfi

 

  • stuðla að stöðugleika í starfsmannahaldi

 

  • sjálfstæði og frumkvæði starfsmanna fái notið sín eins og kostur er

 

  • starfsfólk taki þátt í stefnumörkun skólans

 

  • í skólanum ríki góður starfsandi

 

  • starfsfólk sé meðvitað um að öll störf eru mikilvæg og allir vinni saman sem ein heild í þágu nemenda

 

  • starfsfólk skal sýna nemendum, foreldrum/forráðamönnum og samstarfsfólki háttvísi og virðingu

 

  • starfsfólk sé meðvitað um hlutverk sitt, ábyrgð og starfsskyldur

 

  • starfsfólk leggi sig fram um að skila góðu verki

 

  • stuðla að starfsánægju starfsfólks

 

  • stuðla að félagslegum tengslum til að auka samheldni starfsfólks

 

  • bjóða upp á sveigjanleika í starfi eftir því sem aðstæður leyfa

 

  • starfsmannasamtöl (skólastjóri – starfsmaður) séu árlega fyrir hvern starfsmann

 

 

Móttaka nýrra starfsmanna

 

Þegar nýr starfsmaður tekur til starfa er mikilvægt að hann fái kynningu á þeim atriðum sem varða vinnustaðinn og starfsemi hans. Í því augnamiði er starfsmönnum m.a. bent á ýmis gögn er varða skólastarfið og gott er að kynna sér, s.s. skólanámskrá, vefsíðu skólans o.fl. Byrjendur í kennslu, fá leiðsögukennara fyrsta árið, en aðrir nýir starfsmenn eru til að byrja með undir handleiðslu næsta yfirmanns eða samstarfsfólks, eftir aðstæðum hverju sinni.

 

Siðferðilegar skyldur

 

Starfsfólk virðir og vinnur samkvæmt siðareglum hverrar starfsstéttar þar sem þær eru fyrir hendi. Starfsfólki ber að gæta trúnaðar við nemendur og virða þann trúnað sem nemendur sýna þeim. Því ber að gæta þagmælsku um einkamál nemenda og forráðamanna þeirra sem það fær vitneskju um í starfi. Samkvæmt lögum er starfsfólki þó skylt að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef það verður vart við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Tilkynningarskylda gengur framar ákvæðum annarra laga.

 

Um endur- og símenntun

 

Í Stórutjarnaskóla viljum við að allt starfsfólk skólans eigi kost á endurmenntun sem eflir það sjálft í starfi og nýtist starfsemi skólans. Við val á námskeiðum skal taka mið af þeirri þörf, sem talin er mest knýjandi innan skólans hverju sinni, auk áhugasviðs hvers starfsmanns. Jafnframt er til þess ætlast að starfsfólkið sjálft leggi mat á það á hvaða sviði það telur sig helst þurfa aukna þjálfun og menntun. Þarfir skólans um endurmenntun eru metnar af skólastjórum í samráði við annað starfsfólk. Ár hvert stendur skólinn fyrir fræðslufundum fyrir starfsfólk og foreldra um uppeldis- og skólamál. Þá fer starfsfólkið af og til í náms- og kynnisferðir bæði innanlands og utan.

 


SMÞMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293012
3456789
Júní 2022

2. jún. 2022

Sumarfrí


2. jún. 2022

Sundlaug og bókasafn


27. maí 2022

Vordagar


18. maí 2022

Í mörgu að snúast hjá elstu nemendunum


16. maí 2022

Afmælishátíð


16. maí 2022

Umhverfis- og lýðheilsuþing og vortónleikar


22. apr. 2022

Gleðilegt sumar


5. apr. 2022

Skólakynningar MA og VMA