Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
· Ein stofnun - þrír skólar
· Samþætting skólastiga
· Samstarf heimilis og skóla
· Umhverfis- og lýðheilsustefna
· Jafnréttisstefna Stórutjarnaskóla
· Umgengni og skólareglur
· Aðlögun og útskrift
· Sérfræðiþjónusta
· Lestrarstefna
· Um námsmat
· Forvarnir
· Eineltisáætlun
· Áföll og viðbrögð við þeim
· Heilsuvernd nemenda
· Hefðir í skólastarfi
· Bókasafn
· Mötuneyti
· Um mat á skólastarfi
· Áætlun um sjálfsmat
· Starfsmanna- og endurmenntunarstefna
· Persónuverndarstefna
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 

umgengni og skólareglur

 

 
Mikið atriði er að allir venjist á það snemma á lífsleiðinni að ganga vel um og sýna samferðafólki sínu virðingu, kurteisi og tillitssemi. Í skólanum er lögð rík áhersla á þennan þátt og þess jafnan vænst að heimilin leggi sitt af mörkum til góðra umgengnishátta barnanna. Að hafa snyrtilegt og góða reglu í skólatöskunni, raða skóm, hengja upp föt, ganga frá því sem maður fær lánað, þetta, ásamt ýmsu öðru eru sjálfsögð atriði sem allir þurfa að venja sig á. Það er engum hollt að venjast á að henda frá sér hlutunum þar sem menn eru staddir hverju sinni og ætlast svo til þess að aðrir lagi til eftir þá. Um þetta, sem og vissulega margt fleira, þurfa skólar og heimili að standa saman. Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla hafa sett sér eftirfarandi skólareglur:


1. Í skólanum gilda almennar umgengnisreglur og siðir. Nemendur

    og starfsfólk sýni samferðafólki sínu gagnkvæma tillitssemi,

    virðingu og kurteisi.

 
2. Gangið vel um eigin eigur og annarra.

 
3. Meðferð tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er með öllu óheimil.

 
4. Nemendum er óheimilt að koma á skellinöðrum (mótorhjólum),

    fjórhjólum eða vélsleðum í skólann.

 
5. Notkun farsíma er nemendum óheimil á skólatíma.

 
6. Nemendum er ekki heimilt að yfirgefa skólalóðina á skólatíma

    án leyfis.

 
7. Notkun sælgætis og tyggjós er með öllu óheimil í skólanum

    og í skólabílum á skólatíma.

 
8. Allir nemendur eiga að fara í útivist í löngu frímínútum og að

    loknum hádegismat. Til þess er nauðsynlegt að þeir hafi með

    sér skjólgóðan útifatnað og útiskó. Sömu reglur gilda fyrir nemendur

    í útiskóla.

 
9. Ætlast er til að nemendur mæti í matsal á matartímum. Í matsal

    þurfa allir að vera í inniskóm og virða fallega borðsiði.

 
10. Ætlast er til að allir, ungir sem aldnir, mæti hreinir og snyrtilegir

    í skólann í viðeigandi klæðnaði. Í skólanum fylgja allir

    almennu hreinlæti.


SMÞMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293012
3456789
Júní 2022

2. jún. 2022

Sumarfrí


2. jún. 2022

Sundlaug og bókasafn


27. maí 2022

Vordagar


18. maí 2022

Í mörgu að snúast hjá elstu nemendunum


16. maí 2022

Afmælishátíð


16. maí 2022

Umhverfis- og lýðheilsuþing og vortónleikar


22. apr. 2022

Gleðilegt sumar


5. apr. 2022

Skólakynningar MA og VMA