1. Í skólanum gilda almennar umgengnisreglur og siðir. Nemendur
og starfsfólk sýni samferðafólki sínu gagnkvæma tillitssemi,
virðingu og kurteisi.
2. Gangið vel um eigin eigur og annarra.
3. Meðferð tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er með öllu óheimil.
4. Nemendum er óheimilt að koma á skellinöðrum (mótorhjólum),
fjórhjólum eða vélsleðum í skólann.
5. Notkun farsíma er nemendum óheimil á skólatíma.
6. Nemendum er ekki heimilt að yfirgefa skólalóðina á skólatíma
án leyfis.
7. Notkun sælgætis og tyggjós er með öllu óheimil í skólanum
og í skólabílum á skólatíma.
8. Allir nemendur eiga að fara í útivist í löngu frímínútum og að
loknum hádegismat. Til þess er nauðsynlegt að þeir hafi með
sér skjólgóðan útifatnað og útiskó. Sömu reglur gilda fyrir nemendur
í útiskóla.
9. Ætlast er til að nemendur mæti í matsal á matartímum. Í matsal
þurfa allir að vera í inniskóm og virða fallega borðsiði.
10. Ætlast er til að allir, ungir sem aldnir, mæti hreinir og snyrtilegir
í skólann í viðeigandi klæðnaði. Í skólanum fylgja allir
almennu hreinlæti.