Forsíđa
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
· Ein stofnun - ţrír skólar
· Samţćtting skólastiga
· Samstarf heimilis og skóla
· Umhverfis- og lýđheilsustefna
· Jafnréttisstefna Stórutjarnaskóla
· Umgengni og skólareglur
· Ađlögun og útskrift
· Sérfrćđiţjónusta
· Lestrarstefna
· Um námsmat
· Forvarnir
· Eineltisáćtlun
· Áföll og viđbrögđ viđ ţeim
· Heilsuvernd nemenda
· Hefđir í skólastarfi
· Bókasafn
· Mötuneyti
· Um mat á skólastarfi
· Áćtlun um sjálfsmat
· Starfsmanna- og endurmenntunarstefna
· Persónuverndarstefna
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagiđ
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Ţróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseđill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýđheilsa
 
Greiđslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyđublöđ


 

ađlögun og útskrift

 

 

Upphaf skólagöngu – Ađlögun

 
Međ ađlögun er átt viđ ferli sem ţarf ađ eiga sér stađ til ađ hver nýr nemandi í Stórutjarnaskóla finni til öryggis og vellíđunar í nýjum kringumstćđum.
Hlýleg og traust umönnun er grundvallarforsenda ţess ađ börn geti unađ, leikiđ sér og lćrt í skóla.
Í upphafi skólagöngu ţarf barn góđan tíma til ađ ađlagast umhverfinu, starfsfólki og öđrum börnum. Barniđ ţarf ađ lćra ađ vera í hópi, lćra reglur og taka tillit til annarra.
Börn ţurfa mismunandi langan tíma til ađ ađlagast, ţau yngri ţurfa lengri tíma en ţau eldri oft styttri.
Til ţess ađ ţetta gangi vel er afar mikilvćgt ađ góđ samvinna, traust og trúnađur náist á milli foreldra og starfsfólks.
Í Stórutjarnaskóla fer ađlögunin ţannig fram ađ á leikskólastiginu er gerđ áćtlun í samráđi viđ foreldra um ţađ hvađ hentar best fyrir barniđ og foreldrana.
Ţá getur stytt ađlögunarferliđ ef börnin eiga eldri systkini í skólanum.

 

Flutningur nemenda milli námshópa

 
Í Stórutjarnaskóla er samkennsla árganga mikil. Nemendum er skipt í námshópa eftir aldri og jafnframt er leitast viđ ađ blanda ţeim saman eftir öđrum leiđum. Á hverju hausti hefja nemendur nám í nýjum námshópi. Tekiđ er tillit til ţess í upphafi skólaárs ađ nemendur ţurfa tíma til ađ kynnast nýjum ađstćđum s.s. kennara, stofu, samnemendum, kennsluháttum og námsbókum.
Yfirleitt gengur flutningur nemenda milli bekkja mjög vel ţar sem skólinn er fámennur og allir ţekkja alla. Sé ţess ţörf hittast kennarar á skilafundi ţar sem nám og ţroski nemanda er til umfjöllunar.
Ađ vori fara útskriftarnemar leikskólans í útskriftarferđ. Ţegar nemendur ljúka leikskólastigi fá ţeir afhent viđurkenningarskjal og blóm á skólaslitum.

 

Móttaka nýrra nemenda sem hefja nám síđar en á leikskólastigi

 
Mikilvćgt er ađ fyrstu kynni nemenda af nýjum skóla séu góđ. Nemandi sem hefur nám í Stórutjarnaskóla síđar en á leikskólastigi er bođađur í móttökusamtal ásamt foreldrum eđa forráđamönnum. Skólastjóri og verđandi umsjónarkennari taka á móti nemandanum og fjölskyldu hans. Í móttökusamtali er fariđ yfir eftirfarandi atriđi:
• Persónulegar upplýsingar um nemenda s.s. heilsufar og sérţarfir
• Skólanámskrá, helstu atriđi
• Skólahúsnćđiđ kynnt
Ađlögun nýrra nemenda er einstaklingsbundin og er í samráđi viđ foreldra ákveđiđ hvernig henni skuli háttađ.

 

Lok skólagöngu

 
Viđ lok skólagöngu skulu allir nemendur hafa fengiđ náms- og starfsráđgjöf. Sú ţjónusta fer ţannig fram ađ námsráđgjafi veitir nemendum viđtöl hér í skólanum ţar sem ţeim gefst kostur á ađstođ viđ val á framhaldsnámi. Einnig er gerđ áhugasviđskönnun hjá nemendum (sjá kafla um sérfrćđiţjónustu).
Kynning á framhaldsskólum fer m.a. ţannig fram ađ elstu bekkir skólans heimsćkja framhaldsskóla í grenndinni ásamt umsjónarkennara sínum, ţar sem ţeim gefst tćkifćri til ađ kynna sér möguleika til framhaldsnáms.
Útskriftarferđ er farin héđan frá Stórutjarnaskóla annađ hvert ár og fara ţá nemendur 9. og 10. bekkjar saman ásamt starfsmönnum.

 

Útskrift

 
Útskrift nemenda 10. bekkjar frá Stórutjarnaskóla fer fram međ formlegum hćtti, viđ skólaslit, ţar sem ţeir fá afhent skírteini sem stađfestir ađ ţeir hafi lokiđ grunnskóla. Skírteiniđ skal veita vitnisburđ um ţađ nám sem nemendur hafa stundađ, á lokaári sínu í skólanum, og innihalda allar ţćr upplýsingar um námiđ sem kveđiđ er á um samkvćmt lögum. Skírteiniđ veitir svo nemendum ađgang ađ framhaldsskóla.


SMŢMFFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
2345678
Júní 2023

20. maí 2023

Vortónleikar Stórutjarnaskóla


19. maí 2023

Innritun í tónlistardeild


27. apr. 2023

Talađ viđ afreksfólk


27. apr. 2023

Umhverfis- og lýđheilsuţing


13. apr. 2023

Sjaldgćfur fugl týnir lífinu


13. apr. 2023

Á skíđum


13. apr. 2023

Öskudagsskemmtanir


28. mar. 2023

Stórutjarnaskóli hlaut Umhverfisverđlaun Ţingeyjarsveitar