Forsíða
Á döfinni
Um skólann
Stefna Stórutjarnaskóla
· Ein stofnun - þrír skólar
· Samþætting skólastiga
· Samstarf heimilis og skóla
· Umhverfis- og lýðheilsustefna
· Jafnréttisstefna Stórutjarnaskóla
· Umgengni og skólareglur
· Aðlögun og útskrift
· Sérfræðiþjónusta
· Lestrarstefna
· Um námsmat
· Forvarnir
· Eineltisáætlun
· Áföll og viðbrögð við þeim
· Heilsuvernd nemenda
· Hefðir í skólastarfi
· Bókasafn
· Mötuneyti
· Um mat á skólastarfi
· Áætlun um sjálfsmat
· Starfsmanna- og endurmenntunarstefna
· Persónuverndarstefna
Um breytt námsmat
Leikskólinn
Grunnskólinn
Tónlistardeild
Foreldrafélagið
 
Námsvísar
Stundaskrár
Skóladagatal
Þróunarstarf
 
Nemendur
Starfsfólk
Matseðill
Grenndarvitund
Umhverfi og lýðheilsa
 
Greiðslur til skólans
Sundlaug
Símanúmer
Vefpóstur
 
Önnur starfsemi
Eyðublöð


 

sérfræðiþjónusta

 

 
Í Stórutjarnaskóla er lögð áhersla á að koma til móts við alla nemendur. Jafnrétti til náms er haft að leiðarljósi þar sem stuðlað er að alhliða þroska og menntun nemenda í samræmi við leik- og grunnskólalög.
Þá er lögð áhersla á að nemendur með sérþarfir fái kennslu og aðra þjónustu í samræmi við mat á þörfum þeirra. Með því er átt við námsframboð og leiðir sem henta nemendum sem ekki fylgja markmiðum Aðalnámskrár leik- og grunnskóla eða þurfa stuðning til þess.
Nemendur sem þurfa á aðstoð að halda vegna fötlunar, náms-, félags- eða tilfinningalegra erfiðleika, eiga rétt á stuðningi við nám.
Markmið sérfræðiþjónustu Stórutjarnaskóla er að mæta þörfum þessara nemenda með sérkennslu, stuðningskennslu og/eða öðrum sértækum úrræðum.
Til þess að ná fyrrgreindum markmiðum er áhersla lögð á að meta námsþarfir hvers nemanda fyrir sig, sveigjanlega kennsluhætti og þverfaglega samvinnu. Í skólanum er lögð áhersla á gott samstarf allra þeirra sem að nemandanum koma, bæði utan skóla og innan, til að ná sem bestum árangri.

 

Stuðnings- og sérkennsla

 
Stuðnings – og sérkennsla  er veitt einstaklingum eða hópum og er skipulögð til lengri eða skemmri tíma. Í stuðningskennslu eru börn sem fylgja kennslu og námsefni bekkjar en vinna hægt og/eða þarfnast aðstoðar vegna léttvægra námsörðugleika. Sérkennsla getur verið bundin við afmarkaða þætti náms/skólastarfs eða almenna námsaðstoð. Skipulag og inntak hennar byggir á greiningu/mati á stöðu nemenda. Hún getur falið í sér verulegar breytingar á markmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum.
Stórutjarnaskóla er úthlutað ákveðnum tímafjölda ár hvert til að sinna stuðnings- og sérkennslu. Fjöldi kennslustunda ákvarðast af þörfinni hverju sinni.
Sérkennsla einstakra nemenda eða nemendahópa fer fram í heimastofu nemenda eða í námsveri.
Umsjónarkennarar leita til umsjónarmanns með sérkennslu ef þeir telja að nemandi þurfi á stuðnings- eða sérkennslu að halda.
Helstu próf- og greiningartæki er að finna í skimunaráætlun skólans. Einnig er leitað ráða hjá sérfræðingum innan sem utan skóla.
Ef foreldrar hafa áhyggjur af námslegri framvindu barna sinna geta þeir snúið sér til umsjónarkennara barnsins eða umsjónarmanns sérkennslu. Engu barni er vísað til greiningar nema með samþykki foreldra eða forráðamanna.

 

Einstaklingsnámskrá og námsmat

 
Á hverju hausti er gerð einstaklingsnámskrá fyrir sérkennslunemendur og grundvallast hún á viðeigandi greiningum. Umsjónarmaður með sérkennslu ber ábyrgð á að einstaklingsnámskrá sé gerð og vinnur hana í samstarfi við foreldra og umsjónarkennara. Frumrit einstaklingsnámskráa skal varðveitt. Uppbygging námskráa er mismunandi en allar taka þær mið af aðalnámskrám leik- og grunnskóla, bekkjarnámskrám og sértækum þörfum nemenda. Áhersla er lögð á að markmið einstaklingsnámskrár séu eins mælanleg og kostur er. Námsmat er framkvæmt á mismunandi hátt í samræmi við einstaklingsnámskrá. Sem dæmi má nefna próf, einstaklingsmiðaðar kannanir, gátlista, umsögn og huglægt mat.

 

Starfsfólk stoðþjónustu

 
Undir sérfræðiþjónustu Stórutjarnaskóla starfa umsjónarmaður með sérkennslu , náms-og starfsráðgjafi, skólaráðgjafi og sálfræðingur, sérkennsluráðgjafi, iðjuþjálfi og þroskaþjálfi. Sjá nánar á heimasíðu Stórutjarnaskóla.

 
Námsver

 
Námsver Stórutjarnaskóla starfar samkvæmt lögum um grunnskóla nr.91/2008 og reglugerð nemenda með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010. Í námsveri fá nemendur með margs konar sérþarfir kennslu í einni eða fleiri námsgreinum.
Hlutverk námsvera er að veita nemendum með ýmis konar fötlun, þroskafrávik eða örðugleika sérhæfð úrræði og einstaklingsmiðað nám. Allir nemendur með sérþarfir tilheyra sinni bekkjardeild og leitast er við að stuðningur og sérkennsla fari sem mest fram í heimastofu en annars í námsveri. Allt fer þetta eftir eðli námsvandans hverju sinni og hvað nemandanum nýtist best.

 

Kennslu - og þjálfunaraðferðir

 
Í Stórutjarnaskóla er sérþörfum nemenda mætt með mismunandi hætti, ýmist einum eða í hópi, inni í almennri kennslustofu eða í námsveri. Reynt er að mæta mismunandi þörfum með einstaklingsmiðaðri kennslu.
Í námsverum er stuðst við mismunandi kennslu - og þjálfunaraðferðir. Aðlögun námsefnis skiptir miklu máli. Í einstaklingsnámskrá má sjá leiðir að markmiðum þar sem fram kemur hvaða aðferðir eru notaðar. Áhersla er lögð á að nemendur námsvers fylgi jafnöldrum sínum í skólastarfinu. Þar fylgja þeir ýmist námskrá bekkjarins eða sérútfærðu námsefni, sem miðast við getu þeirra og þroska í þeim fögum sem þeir sækja.
Sem dæmi um kennslu - og þjálfunaraðferðir má nefna TEACCH, atferlismeðferð, hlutbundin gögn, kennslubækur, tölvur og tölvuforrit, umbunarkerfi, stýrispjöld og sjónrænt skipulag. Þá er mikið lagt upp úr hegðunarmótun, viðtölum og samskiptabók.

 

Nemendaverndarráð

 
Samkvæmt 40. gr. grunnskólalaga skal skólastjóri samræma innan hvers skóla störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda er lúta að sérfræðiþjónustu, námsráðgjöf og skólaheilsugæslu með stofnun nemendaverndarráðs. Skólastjóri er ábyrgur fyrir starfrækslu ráðsins og stýrir fundum þess.
Nemendaverndarráð er skipað skólastjóra, umsjónarmanni sérkennslu, skólasálfræðingi og sérkennsluráðgjafa. Auk þess skólahjúkrunarfræðingi þegar tök eru á. Nemendaverndarráð fundar nokkrum sinnum á vetri, minnst tvisvar sinnum eða svo oft sem talin er þörf á.
Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði fyrir einstaka nemendur eða nemendahópa. Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans sem og fulltrúar ráðsins, geta óskað eftir því við skólastjóra eða fulltrúa hans í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu.
Þegar ákvörðun hefur verið tekin um nauðsynlegar ráðstafanir, umbætur eða aðgerðir getur skólastjóri falið aðilum innan ráðsins að fylgja málinu eftir ef nauðsyn krefur.

 

Umsjón með stuðnings - og sérkennslu

 
Af hálfu skólans er það umsjónarmaður með sérkennslu sem hefur í umboði skólastjóra umsjón með allri stuðnings- og sérkennslu skólans. Hann metur sérkennsluþörf skólans annars vegar og hvers nemanda hins vegar í samráði við sérfræðinga og nemendaverndarráð. Hann skipuleggur sérkennsluna þannig að kennslan nýtist hverjum og einum sem best og að tímamagn skólans nýtist í heild sinni eins vel og kostur er. Umsjónarmaður sérkennslu sér einnig um öll dagleg samskipti við aðra sérfræðinga s.s. sálfræðing, sérkennsluráðgjafa, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa.

 

Skólasálfræðingur

 
Skólasálfræðingur veitir þjónustu í samræmi við 40. gr. grunnskólalaga frá 2008 og reglugerð nr.584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik-og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Verkefnin geta verið margvísleg, viðtöl og greiningar á þeim sem eiga í náms- og/eða tilfinningalegum erfiðleikum og leit að leiðum þeim til aðstoðar. Skólasálfræðingur veitir faglega ráðgjöf til kennara og starfsfólks og almenna skóla- og uppeldisráðgjöf til foreldra og starfsfólks skólans. Hann vísar, ef þörf krefur, til sérhæfðra úrræða utan svæðis.

 

Sérkennsluráðgjafi

 
Hlutverk sérkennsluráðgjafa er að miðla þekkingu, greina námsvanda og finna lausnir á kennslufræðilegum vanda. Starfið felst aðallega í að athuga og greina nemendur með námslegar sérþarfir og veita sérkennslufræðilega ráðgjöf til starfsmanna skólans og foreldra. Einnig að greina málþroskafrávik sem geta lýst sér í slökum málskilningi, máltjáningu og/eða framburðargöllum. Hann finnur orsök þeirra frávika sem finnast í málþroska og veitir kennurum og ekki síst foreldrum ráðgjöf um hvernig tekið skuli á vandanum.

 

Náms – og starfsráðgjafi

 
Elstu nemendur skólans hitta náms- og starfsráðgjafa áður en þeir ljúka námi við Stórutjarnaskóla. Hann framkvæmir áhugasviðskönnun og leiðbeinir nemendum um val á námsbrautum í framhaldsskóla.

 

Iðjuþjálfi

 
Iðjuþjálfun á að að efla færni, heilsu og vellíðan nemenda í samræmi við þarfir og getu þeirra. Einnig að aðlaga námsumhverfi og viðfangsefni að þörfum nemenda. Iðjuþjálfi veitir nemendum, kennurum, öðru starfsfólki og foreldrum ráðgjöf og stuðning. Hann metur skólafærni, fræðir og aflar fræðsluefnis. Þá ber honum að sinna eftirfylgd með nemendum.

 

Þroskaþjálfi

 
Þroskaþjálfi er samstarfsaðili kennara og annarra starfsmanna skólans eftir því sem við á. Hann ber ábyrgð á og annast þroskaþjálfun og umönnun nemenda með fötlun og samskiptum við fjölskyldur þeirra. Þroskaþjálfi stendur vörð um réttindi nemenda sinna og stuðlar að því að þeir njóti bestu þjónustu sem möguleg er á  hverjum tíma. Hann tryggir svo sem kostur er og stuðlar að jafnrétti og jákvæðum viðhorfum til fatlaðra einstaklinga.
Þroskaþjálfi skipuleggur þjálfunaraðstæður, útbýr og velur þjálfunar- og námsgögn. Hann vinnur einstaklingsáætlanir og kemur á og stýrir teymisfundum. Hann metur árangur og endurskoðar markmið.


SMÞMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293012
3456789
Júní 2022

2. jún. 2022

Sumarfrí


2. jún. 2022

Sundlaug og bókasafn


27. maí 2022

Vordagar


18. maí 2022

Í mörgu að snúast hjá elstu nemendunum


16. maí 2022

Afmælishátíð


16. maí 2022

Umhverfis- og lýðheilsuþing og vortónleikar


22. apr. 2022

Gleðilegt sumar


5. apr. 2022

Skólakynningar MA og VMA