Gæsla

Undir gæslu flokkast reglubundin umsjón með nemendum utan kennslutíma. Henni er sinnt af skólaliðum og húsverði. Gæslufólki er falin ábyrgð á nemendum þann tíma sem það sér um gæslu. Gæslufólki er ætlað að ræða við nemendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, sýna umhyggju og fylgjast með að samskipti þeirra og umgengni sé í góðu lagi. Daglegt verksvið gæslufólks er eftirfarandi:

  • Móttaka að morgni: Gæslufólk tekur á móti nemendum þegar þeir koma í skólann og fylgist með að þeir gangi snyrtilega frá yfirhöfnum, útiskóm og öðru því sem þeir hafa meðferðis.
  • Útivist (að morgni og í hádegi): Nemendur skulu fara í útivist nema gæslufólk ákveði annað. Gæslufólk fer út með nemendum og fylgist með að samskipti barnanna og leikir fari vel fram.
  • Brottför í lok skóladags: Gæslufólk fylgist með að allir nemendur skili sér í skólabílana og athugar hvort þeir taki ekki með sér skóla- og íþróttatöskur.
  • Baðvarsla: Gæslufólk fylgist með að samskipti séu með eðlilegum hætti í búningsklefum og að allir baði sig.