Óveður

Skólasvæði Stórutjarnaskóla er stórt og oft getur veður orðið ærið misjafnt innan svæðisins. Skólastjóri og skólabílstjórar reyna að meta sameiginlega hvenær veður og færð eru orðin það slæm að óhjákvæmilegt er að fella niður skóla. Skólabílstjórar láta þá boð út ganga hver á sínu aksturssvæði, auk þess sem tilkynning er sett á heimasíðu skólans. Sýnist foreldrum hins vegar færð og veður viðsjál og ekki hefur komið tilkynning um skólafall, eru þeir vinsamlegast beðnir að halda börnum sínum heima og láta viðkomandi skólabílstjóra vita.

 

Athugið að tilkynningar um skólafall gilda einnig um leikskólann.