Stjórn 2022 – 2023:
Nafn | Heimili | tengiliður við | sími |
Árni F Sigurðsson | Eyjardalsá | Tjarnaskjól | 865-4195 |
Sindri G Óskarsson | Móum | 1. - 3. bekk | 866-8489 |
Kristrún Erla Sigurðardóttir | Dæli | 4. - 5. bekk | 865-5557 |
Maria Fernanda Reyes | Árbakka | 6. - 7. bekk | 846-8981 |
Árni B Ólafsson | Hróarsstöðum | 8. - 10. bekk | 862-2154 |
Stjórn foreldrafélagsins gegnir jafnframt hlutverki foreldraráðs.
1.gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Stórutjarnaskóla.
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er Stórutjarnaskóli, Ljósavatnsskarði, 641 Húsavík.
3. gr.
Tilgangur félagsins er:
a) Tryggja gott samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna
er þar stunda nám.
b) Að stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná meðal annars með því að veita aðstoð í daglegu starfi skólans, svo og við félagsstarf og skemmtanir í þágu nemenda.
5. gr.
Félagsmenn teljast foreldrar og forráðamenn nemenda skólans, foreldrar og forráðamenn fyrrverandi nemenda ef þeir óska, svo og aðrir velunnarar skólans.
6. gr.
Starfstímabil félagsins er skólaárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.
7. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. nóvember ár hvert og skal boða til hans með minnst viku fyrirvara með sannanlegum hætti á öll heimili nemenda skólans. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Á aðalfundi skal kjósa stjórn félagsins, 2 fulltrúa í skólaráð og 1 fulltrúa í umhverfisnefnd. Stjórn velur fulltrúa úr stjórn á fræðslunefndarfundi.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál
8. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð tengiliðum úr hópi foreldra eða forráðamanna fyrir hvern samkennsluhóp skólans og leikskólans, kjörna á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
9. gr.
Engin félagsgjöld eru í foreldrafélaginu. Til að fjármagna starfsemina hyggst félagið halda fjáraflanir og sækja um styrki. Einnig geta foreldrar/forráðamenn greitt valfrjálst tillag, upphæð tillags ákvarðast af stjórn hverju sinni.
10. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í félagsstarf með nemendum skólans og/eða framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans.
11. gr.
Félagið má aðeins leysa upp ef 2/3 hlutar félagsmanna greiði því atkvæði á aðalfundi, enda skuli vera tillaga um það í fundarboði. Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til skólans.
12. gr.
Ef 1/4 hluti félagsmanna óskar með undirskrift að haldinn verði félagsfundur er stjórn félagins skylt að verða við þeirri ósk. Slíkan fund skal halda innan hálfs mánaðar frá því að óskin kemur fram.
13. gr.
Stjórn félagsins skal ekki sinna klögumálum eða hafa afskipti að vandamálum sem upp kunna að koma milli einstakra forráðamanna og starfsmanna skólans.
14. gr.
Lagabreytingar má aðeins gera á aðalfundi og þurfa 2/3 hlutar fundarmanna að samþykkja þær enda séu þær auglýstar í fundarboði.