Félagslíf er einn þeirra þátta, sem mikil áhrif hefur á alhliða þroska nemenda. Því er nauðsynlegt að allir nemendur fái tækifæri til að taka þátt í félagsmálum af einhverju tagi á skólagöngu sinni. Þar sem skólasvæði Stórutjarnaskóla er stórt og breidd í aldri nemenda mikil, er ákveðnum vandkvæðum bundið að halda uppi mjög öflugu félagslífi innan skólans. Megnið af skipulögðu félagslífi fer fram á kvöldin og er mæting nemenda háð því að foreldrar sjái sér fært að aka börnunum í skólann. Reynt verður að miða framboð félagsstarfa við mismunandi aldur og þroska nemenda, þannig að tryggt sé að allir fái eitthvað við sitt hæfi.
Helstu þættir félagslífsins verða eftirfarandi:
Mikilvægt er að nemendur séu sóttir strax að loknum félagsmálatímunum.