Allir nemendur fá tíma á safninu með safnverði þar sem þeir læra að umgangast safnið og nýta sér það við námið. Auk þess fara nemendur með kennurum sínum þar til vinnu sérstakra verkefna. Áhersla er lögð á að hvetja nemendur til lesturs bóka og tímarita. Safnvörður aðstoðar þá við að finna bækur við hæfi svo og kynna fyrir þeim efni sem vonandi vekur eða viðheldur áhuga nemenda til bóklesturs. Bókasafnið í Stórutjarnaskóla er opið almenningi kl. 15:30 - 17:30 á þriðjudögum og kl. 19:30 - 21:30 á fimmtudagskvöldum. |
|