Í Stórutjarnaskóla hefur verið tekin ákvörðun um að stuðla markvisst að verndun náttúrunnar og uppfræðslu nemenda þar að lútandi. Orðin náttúruvernd og menntun merkja að vernda skuli auðlindir jarðarinnar nær og fjær og að uppvaxandi kynslóðir fái mikilvæga fræðslu svo þau læri að meta og virða þau auðæfi sem felast í náttúrunni. Stuðla þarf að því að jörðin fái til baka það sem mennirnir taka að láni.
Skólinn starfar undir merki Grænfánans en hann er umhverfismerki sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í grænfánastefnunni er m.a. lögð rík áhersla á lýðheilsu í víðasta skilningi. Því hefur Stórutjarnaskóli gengið formlega í raðir heilsueflandi skóla. Til að vinna markvisst í málaflokknum er kosið í umhverfis- og lýðheilsunefnd á hverju hausti. Í nefndinni sitja fulltrúar allra starfshópa í skólanum og að auki fulltrúar nemenda og foreldra. Þá situr fulltrúi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar fundi nefndarinnar. Þess er vandlega gætt að hafa vægi nemenda mikið og því eru kosnir fulltrúar úr öllum námshópum skólans.
Hugmyndafræði heilsueflandi skóla byggir á öllum þáttum skólastarfsins sem hafa bein eða óbein áhrif á heilsu og líðan nemenda. Þar með eru þeir hvattir til að tileinka sér heilbrigða lífshætti í samræmi við þau skilaboð og þá fræðslu sem haldið er á lofti. Grunnatriði Stórutjarnaskóla sem heilsueflandi skóla er að vera með stefnumótun, sem m.a. birtist í matseðlum mötuneytisins og starfi umhverfis- og lýðheilsunefndar skólans. Þá hefur skólinn sett sér umhverfis- og lýðheilsustefnu og umhverfis- og lýðheilsusáttmála. Allir nemendur skólans fara út minnst tvisvar á dag og yngri nemendur læra markvisst í útiskóla. Lögð er áhersla á að góð heilsa og hreyfing er undirstaða vellíðunar og árangurs í námi. Í skólanum gefast oft góð tækifæri til að flétta heilbrigðismál og heilsuumræður saman við meginviðfangsefnin og víkka þannig sjóndeildarhring nemenda. Oft tengjast umhverfis- og heilbrigðismál og því auðvelt að samþætta þau. Í Stórutjarnaskóla er leitast við að stuðla að lýðræði og jafnrétti meðal nemenda, þjálfa þá á ýmsa lund, s.s. í handbragði, hugsun og framkomu og vekja áhuga þeirra á umhverfis- og heilsumálum. Allt þetta getur hjálpað þeim við að byggja upp sjálfsmynd sína og bæta námsgetu.Hugmyndin um heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um heilsueflingu. Landlæknisembættið stýrir verkefninu og unnið er eftir handbók um heilsueflandi skólastarf. Um er að ræða átta grundvallaratriði varðandi heilsueflingu í skólum sem má nálgast á heimasíðu Landlæknisembættisins.
Nemendur, starfsfólk og foreldrar Stórutjarnaskóla hafa komið sér saman um veigamestu áhersluatriði í umhverfis- og lýðheilsumálum
og komið fyrir í umhverfissáttmála skólans.
|
TilgangurMegin tilgangur umhverfis- og lýðheilsuverkefnisins er að:
|
Markmið umhverfis- og lýðheilsu 2021-2023
|