Starfsfólk Stórutjarnaskóla lítur svo á að grunnforsenda alls forvarnarstarfs sé að efla, þroska og styrkja nemendur í öllu skólastarfi og hafa velferð nemenda ávallt að leiðarljósi. Starfsfólk skólans skal vera nemendum fyrirmynd í framkomu við aðra og skal kenna nemendum skólans góð samskipti frá skólabyrjun. Einstaklingar sem þekkja mátt sinn og hafa jákvæða sterka sjálfsmynd eru líklegri til að velja heilbrigðan lífsstíl. Það er í raun lífsleikni barnanna og geta þeirra til að bregðast við umhverfinu sem ræður úrslitum þegar mæta þarf áreiti og áhrifum sem berast úr öllum áttum.
Liður í forvarnarstarfi Stórutjarnaskóla er að vera Grænfánaskóli og starfa meðal Heilsueflandi skóla. Umræður, fræðsla og góður skólabragur geta stuðlað að því að nemendur velji hollan mat, stundi útivist og hreyfingu og hafni tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum.
Skólinn leggur áherslu á:
|