Námsgögn

Flestar námsbækur eru eign skólans og nemendur hafa þær að láni. Mikilvægt er að farið sé vel með bækurnar því þær eiga að endast í mörg ár. Öll önnur námsgögn fá nemendur frá skólanum. Stórutjarnaskóli leggur áherslu á að litið sé til umhverfissjónarmiða þegar námsgögn eru endurnýjuð, farið sé vel með og þau nýtt milli ára einsog kostur er.