Flokkunarreglur fyrir endurvinnslugáminn við Stórutjarnaskóla:
1. flokkur: Hvítur pappír (hvítur í sárið ), dagblöð og bæklingar.
2. flokkur: Bylgjupappír.
3. flokkur: Mjólkurfernur, skolaðar, þurrkaðar og pakkað vel
saman. Einnig pappaumbúðir s.s., pakkar utan af
morgunkorni og þ.h.
4. flokkur: Litað karton, ath. litað í sárið.
5. flokkur: Hart plast (plast sem getur staðið sjálft, skyrdósir,
brúsar, og þ.h.)
6. flokkur: Lint plast (plast sem ekki stendur sjálft, s.s. brauðpokar
og þ.h.)
7. flokkur: Smájárnhlutir, dósir, krukkulok og þ.h.
8. flokkur: Kertavax.
Fer laust í gáminn.
Brotinn saman og bundið um.
Sett í glæra poka.
Sett í glæra poka.
Sett í glæra poka.
Sett í glæra poka.
Sett í glæra poka.
Sett í glæra poka.
Öllum gosdrykkjaumbúðum þarf að skila beint á endurvinnslustöðina og einnig öllu gleri.
Raftæki og ljósaperur mega fara saman í endurvinnslu.
Allt baggaplast, þokkalega þrifalegt og áburðarsekkir sem hafa verið aðgreindir í innra og ytra byrði.
Þá má fara í Endurvinnsluna með rafhlöður og ýmis spilliefni s.s. málningu.