Forföll og leyfi

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að tilkynna forföll og veikindi nemenda, annað hvort til skólastjóra, eða umsjónarkennara. Sama gildir ef nemendur þurfa að fá frí úr skóla. Athugið að láta skólabílstjóra einnig vita.


Það skal tekið skýrt fram að nemendur eru á ábyrgð og á vegum skólans þegar farið er í heimsóknir, leikhús, keppnisferðir o.þ.h. utan venjulegs skólatíma. Ef nemandi getur einhverra hluta vegna ekki fylgt fyrirfram ákveðinni ferðaáætlun skólans er nauðsynlegt að foreldrar/ forráðamenn sæki um leyfi hjá skólastjóra eða viðkomandi umsjónarmanni.


Skólinn hefur ævinlega kappkostað að sýna lipurð og skilning ef foreldrar þurfa á börnum sínum að halda til hjálpar heima fyrir, svo og ef eitthvað annað ber til, og foreldrar vilja hafa börn sín með sér. Foreldrar og forráðamenn eru þó beðnir að halda slíkum fjarvistum innan allra hóflegra marka svo nám barnanna beri ekki skaða af.