Skólahjúkrunarfræðingur frá HSN sinnir heilsuvernd nemenda í Stórutjarnaskóla og kemur að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði. Hann hefur auk þess samvinnu við lækni HSN um eftirfarandi heilbrigðiseftirlit sem er framkvæmt í eftirfarandi bekkjum:
1. bekkur. Börn sjónprófuð, heyrnarmæld, hæðarmæld og vigtuð.Fræðsla um tennur, tannhirðu og hreinlæti.
2. bekkur. Fræðsla um svefn, hvíld og hamingju.
3. bekkur. Fræðsla um hreyfingu og matarræði.
4. bekkur. Börn vigtuð, hæðarmæld, sjón- og litarskynsprófuð.Læknisskoðun framkvæmd. Fræðsla um slysavarnir, tannheilsu oghamingju.
5. bekkur. Fræðsla um hreyfingu, hollustu og hamingju.
6. bekkur. Kynþroskafræðsla.
7. bekkur. Börn vigtuð, hæðarmæld og sjónprófuð. Bólusett viðmislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). Fræðsla umtannvernd, hamingju og kynheilbrigði.
8. bekkur. Spurningarblað um heilsu og líðan. Fræðsla um hreyfingu,mataræði og kynheilbrigði.
9. bekkur. Börn vigtuð, hæðarmæld, sjónprófuð. Læknisskoðunframkvæmd. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, stífkrampa ogkíghósta (ein sprauta). Spurningablað úr 8. bekk rætt aftur við hvernog einn. Fræðsla um hamingju, hugrekki og kynheilbrigði.
10. bekkur. Útskriftarviðtal um lífið og tilveruna.
Hjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri fræðslu, um er að ræða einstaklingsbundna fræðslu/ráðgjöf og hópfræðslu af ýmsu tagi. Lagt verður spurningablað fyrir börn í 8. bekk um andlega og líkamlega líðan þeirra, sýn þeirra á lífið og framtíðina síðan er rætt við þau hvert og eitt um svörin. Þetta blað er síðan tekið upp aftur ári síðar og rætt við þau um hvort eitthvað sé breytt.
Þar sem tveir eða fleiri árgangar eru saman í stofu hefur fræðslan oft skipst milli ára í þeim árgöngum. Öllum börnum er gefinn kostur á viðtali við hjúkrunarfræðing árlega. Þeim börnum sem eitthvað finnst athugunarvert hjá er fylgt eftir. Náin samvinna er höfð við kennara um velferð nemenda, og situr hjúkrunarfræðingur í nemendaverndarráði. Foreldrar eru hvattir til þess að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing ef breytingar verða á heilsufari barna þeirra, líkamlegu og/eða andlegu, eða ef einhverjar spurningar vakna.