Stórutjarnaskóli hefur sett sér lestrarstefnu fyrir alla nemendur skólans. Í henni eru upplýsingar fyrir kennara um þau markmið sem skólinn setur sér í lestri fyrir leikskóla- og grunnskólastig, áfangamarkmið, hvernig á að kenna og vinna með lestur og hvaða próf eða námsmat er notað.
Lestur fyrir lífið því lestur er undirstaða alls.
Góð lestrarkunnátta og færni er öllum nauðsynleg og er forsenda lestraráhuga og þess að njóta bókmennta, til afþreyingar og skemmtunar. Lestur er undirstaða almennrar menntunar og gefur tækifæri til að öðlast hlutdeild í heimi upplýsingatækni. Lestrarfærni er mótandi fyrir sjálfsmynd barnsins og stuðlar að auknum orðaforða og betra valdi á máli.
Í Stórutjarnaskóla eru unnið með lestur og ritun á fjölbreyttan hátt og er leitast við að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur. Ýta undir áhuga og getu hvers og eins til lesturs og læsis í víðum skilning. Stórutjarnaskóli hefur ákveðna lestrarstefnu. Í henni eru upplýsingar um þau markmið sem skólinn setur sér í lestri fyrir leikskóla- og grunnskólastig, hvaða leiðir við kjósum að fara í lestrarkennslu og hvaða próf eða námsmat er notað.
Lestrarstefnan í heild sinni er í endurskoðun