Umsjónarkennarar

Umsjónarkennari hefur öðrum fremur umsjón með námi þess nemanda sem hann hefur í umsjá sinni. Hann fylgist einnig náið með þroska hans og líðan í skólanum. Hann lætur sig varða samskipti meðal nemenda og leitast við að skapa góðan bekkjaranda, réttlátar vinnu- og umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi. Hann ráðleggur nemandanum hvernig best sé að haga vinnu sinni og hjálpar honum við lausn persónulegra mála. Umsjónarkennari hefur samband og samráð við foreldra um málefni barnsins, svo og við annað starfsfólk skólans.