12. desember 2023

Það er gaman að eiga skemmtilegar jólahefðir. Þegar fyrstu jólasveinarnir fara að tínast til byggða sprettur jólasveinaheimilið upp í skólanum. Þar eiga skjól gömul hjón, þau Grýla og Leppalúði, ásamt stríðnispúkunum sínum 13, sem sagt er að laumist heim á bæi um nætur og gefi börnum í skóinn. Þar býr líka jólakötturinn. Það eru nemendur 10. bekkjar ár hvert, sem fá það verkefni að hanna umgjörð hússins og koma öllum fyrir á sínum stað.