Hinn árvissi jólaföndurdagur fór fram 6. desember, en þá bjóðum við foreldrum að koma og föndra með nemendum. Að venju mættu margir foreldrar. Margt fallegt jólaskraut var búið til og ríkti ljúf jólastemning í skólanum. Að lokinni föndurstund opnaði skiptimarkaður í íþróttasal skólans. Nemendur miðstigs stóðu fyrir söfnun á fatnaði og ýmsum öðrum varningi. Þau flokkuðu og komu öllu snyrtilega fyrir í salnum með aðstoð starfsfólks. Verkefnið er liður í Umhverfis- og lýðheilsustefnu skólans þar sem áhersla er á endur nýtingu og að draga úr sóun. Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til og var mikil eftirvænting og spenningur við opnun markaðarins. Þar var keppst um að ná ákveðnum varningi eða flottum fatnaði. Við þökkum kærlega fyrir framlag heimilanna til markaðsins. Það sem ekki skipti um eigendur þennan dag, verður nýtt í búningageymslu skólans eða farið með í Rauða krossinn.