Mikið dásemdar vetrarveður hefur verið síðustu daga og vikur og því ekki úr vegi að nýta góða veðrið og borða morgunverð úti einn morgun. Birna Kristín og Birna skólastjóri kveiktu á nokkrum útikertum við göngustíginn niður að Álfaborg og kveiktu varðeld á eldstæðinu. Olga kom með ostaslaufur og kringlur úr bakaríi og drukkið var svissmiss í kringum varðeldinn. Kósý-gæðastund í myrkri og stillu sem entist að vísu ekki mjög lengi þar sem frostið var þó nokkuð. En mögulega kemur þessi óvenjulega morgunstund til með að skapa ljúfar minningar.