Á skíðum

Nemendur grunnskóladeildar ásamt flestu starfsfólks skólans, skelltu sér á skíði í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 23. mars. Lagt var af stað strax að loknum morgunverði með nesti til dagsins. Margt var í fjallinu en skipulagið gott svo allt gekk greiðlega. Veðrið hjálpaði líka til þannig að nemendur og starfsfólk nautu útiverunnar og hreyfingarinnar og komu til baka þreyttir en ánægðir í lok skóladags. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var þetta góður dagur. Myndir hér.