Ný heimasíða, afmæli og árshátíð

Nemendur Stórutjarnaskóla hafa undanfarnar vikur unnið að undirbúningi Árshátíðar. Nemendur fyrsta til sjöunda bekkjar ásamt elstu nemendum leikskóladeildar sýna hið geisivinsæla leikrit Ávaxtakörfuna. Nemendur áttunda til tíunda bekkjar sýna frumsamið leikrit sem nefnist Sverðið og eyjan. Árshátíðarundirbúningur hefur alltaf mikil áhrif á daglegt skólastarf sérstaklega síðustu tvær vikur fyrir sýningu. Starfsfólk og nemendur hafa mikinn metnað fyrir árshátíðinni sinni og er mikið lagt í búninga, siðsmynd, æfingar og svo sýninguna sjálfa. 

Sýningin hefst kl. 19:30 og er aðgangseyrir 3000 krónur og er kaffi að lokinni sýningu innifalið. Enginn posi er á staðnum. Sjoppan verður opin og rennur allur ágóði árshátíðarinnar í ferðasjóð nemenda.

Allir hjartanlega velkomnir

Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla