Jólaföndur 2024

Jólaföndurstund var hjá okkur í gær 4. desember. Ljúf og góð samvera þar sem foreldrar og aðrir forráðamenn koma og föndruðu með börnum sínum. Starfsfólk hefur veg og vanda að undirbúningi og leiðbeiningum en öllum er frjálst að útfæra hugmyndirnar á sinn hátt. Mjög góð mæting var og þökkum við kærlega fyrir komuna.