Öskudagsskemmtanir

Öskudagsskemmtanir voru haldnar á öskudaginn 22. febrúar og 2. mars 2023. Að venju var mikið fjör og mikil stemning þegar nemendur og starfsfólk héldu upp á öskudaginn með því að klæðast búningum, slá köttinn úr tunnunni, dansa og leika sér saman. Öskudagsskemmtun yngri nemenda og starfsfólks var haldin á öskudaginn 22. feb. en eldri nemenda á félagsmálakvöldi 2. mars.

Nemendur lögðu mikinn metnað í búninga líkt og venja er og sjá má á meðfylgjandi myndum. Að þessu sinni sjáu nemendur um að skreyta tunnurnar fagurlega og litu þær óvenju vel út. En nýr húsvörður vandaði sig hins vegar aðeins of mikið við smíði á tunnunum og þurfti bæði að fá sterkari hendur til aðstoðar þeim yngri og einnig að losa örlítið upp á svo að „kötturinn“ næðist úr tunnunum. Það hafðist að þó að lokum og komst „kötturinn“ í góðar hendur.
Í lok dags sungu nemendur fyrir skólabílstjóra sem ekki létu sitt eftir liggja og gáfu nemendum góðgæti fyrir sönginn og skuttluðust svo í Fosshól með nemendur þar sem meira var sungið fyrir gotterí. Myndir hér.