Þann 12. mars fóru nemendur gunnskóladeildar Stórutjarnaskóla í Hlíðarfjall. Flestum fannst mjög gaman og það meiddist enginn alvarlega. Það fengu allir Dominos pizzu í hádeginu í staðinn fyrir brauð með skinku og osti eins og vanalega. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast íþróttinni og efla líkamlega og andlega heilsu. Krakkarnir renndu sér á skíðum, brettum og sumir á snjóþotum. Skíðaferðin endaði á því að það var farið í Leiruna og krakkarnir keyptu sér ís.
Fréttina skrifuðu stúlkur í 6.-10. bekk