Stórutjarnaskóli hlaut Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar gerir tillögu um úthlutun umhverfisverðlauna og í umsögn hennar segir: „Nærumhverfi skólans er vel við haldið og ásýnd staðarins til fyrirmyndar. Skipulag lóðarinnar ber þess merki að við hönnun hennar var lögð alúð rétt eins og við hönnun skólans. Saman skapar þetta fallega og snyrtilega heild sem umhverfisnefnd telur fulla ástæðu til að verðlauna.“
Fulltrúar Þingeyjarsveitar mættu á Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla og tók Birna skólatjóri við verðlaunum fyrir hönd skólans. Myndir hér.