Við höfum tvisvar í vetur fengið til okkar íþróttafólk í heimsókn eða viðtal þar sem nemendur fræðast um íþróttina, einstaklinginn og hvað er mikilvægt þegar fólk stefnir á atvinnumennsku í íþróttum.
Fyrst fengum við Tryggva Snæ Hlinason atvinnumann í körfubolta á Spáni til að spjalla við nemendur í gegnum netið um starfið sitt og lífið á Spáni. Síðan kom Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona í heimsókn í skólann og ræddi við nemendur um ferilinn sinn í íþróttum og hversu nauðsynlegt það er að setja sér markmið og vinna að þeim hægt og rólega. Það að ná árangri byggir á því að vinna að markmiðunum, horfa á takmarkið og gefast ekki upp. Myndir hér.