Þorrablót

Þorrablót Stórutjarnaskóla var haldið með nýju sniði í annað sinn í íþróttasal skólans þar sem allir nemendur, starfsfólk og þeir foreldrar sem komust, áttu góða stund saman. Blótið gekk mjög vel og stóðu bæði nemendur og starfsfólk sig með mikilli prýði. Allir lögðu sig fram um að gera blótið glæsilegt og skemmtilegt og báru þorrahlaðborð, skreytingar og skemmtidagskrá vott um mikinn metnað. Yngsta-stig grunnskóla gerði sér lítið fyrir og rappaði í víkingafatnaði með hljóðfæraslætti, frumsaminn texta eftir kennarann sinn og gerðu það með glæsibrag. Miðstig og elsta-stig sömdu leikþætti þar sem þau gerðu hefðbundið og virkilega skemmtilegt grín að starfsfólki skólans. Að halda þorrablót er lærdómsríkt og alltaf gaman að bjóða gestum til veislu til að sýna afrakstur vinnunar undanfarnar vikur. BD