Við erum svo heppin að vera komin með litríkan ærslabelg á skólalóðina og nýtur hann mikilla vinsælda hjá nemendum skólans. Það er gaman að hoppa og skoppa á belgnum og um að gera að nýta hann eins og kostur er, meðan til þess viðrar, en eins og við vitum er notkun belgsins bundin árstíðum. Það er langskemmtilegast að allir geti leikið sér saman í sátt og samlyndi og auðvitað eru það næstum því alltaf þannig. Þessar myndir eru teknar á einum blíðviðrisdeginum í síðustu viku þegar nemendur á miðstigi léku listir sínar á ærslabelgnum með miklum tilþrifum.