Umhverfis- og lýðheilsuþing

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem snýr að eflingu sjálfbærnimenntunar og umhverfisvitundar innan skóla.
Ísland hefur tekið þátt í verkefninu grein sem rekið er af Landvernd á Íslandi síðan árið 2000. Stórutjarnaskóli var formlega kominn á græna grein árið 2009 og fyrsta Umhverfis- og lýðheilsuþingið var haldið árið 2010 og hefur verið haldið árlega síðan. Skólar á grænni grein eru í daglegu tali kallaðir grænfánaskólar.

Eitt af hlutverkum grænfánaskólana er að vera sýnilegir og þar kemur umhverfis og lýðheilsuþingið sem stærsti viðburðurinn.

Að þessu sinni kynntu nemendur fatakönnun sem þau unnu að þar sem þau komust að þeirri niðurstöðu að þau notuðu um það bil helminginn af peysunum sínum og bolunum en um 70% af buxunum yfir tveggja vikna tímabil sem könnunin stóð. Nemendur 4.-5. bekkjar sögðu frá og sýndu myndir frá skiptifatamarkaði sem þau héldu í desember síðast liðinn sem tókst afar vel, en þar gátu gestir og gangandi komið með föt og skipt fyrir önnur, eða fengið föt hvort sem þeir komu með eða ekki. Það sem ekki gekk út á markaðinum fór annað hvort í búningageymsluna eða í Rauða krossinn.

Nemendur sögðu einnig frá því þegar þau fóru 13. September að dreifa fræi og áburði í fjallið fyrir ofan Björg eftir skriðurnar 2021.Tvö fræðsluerindi voru frá Skógræktinni og Rauðakrossinum þar sem annarsvegar var fjallað um lífið í skóginum og hins vegar um afdrif textíls sem skilað er inn í Rauða Krossinn. Myndir hér